Úrval - 01.08.1949, Side 5

Úrval - 01.08.1949, Side 5
UNGT, ÞÝZKT SKÁLD 3 að sér húsfýlli í hverju leikhúsi Vestur-Þýzkalands á fætur öðru. Þegar fyrírsjáanlegt var, að veikindin myndu binda endi á allar framavonir Borcherts sem leikara, fór hann að helga sig skáldskapnum af meiri alvöru. Hann birti ljóð og óbundið mál í skopblöðunum og bókmennta- tímaritum og fékk útgefendur bæði að ljóðum sínum og sög- um; Ijóðabókin „Laterne, Nacht und Sterne“ og smásagnasöfnin ,,Die Hundeblume“ og „An die- sem Dienstag“ komu út á árinu 1947 og seldust vel. Um þessar mundir hefur Rowohlt Verlag í Hamborg í undirbúningi eins bindis útgáfu á verkum hans, þar sem birtast eiga öll kvæði hans, sögur og leikrit, auk alls sem óprentað er. I leikritinu „Draussen vor der Tiir“ — sem er í senn óttafull, raunsæ frásögn í blaðamanna- stíl og hryllilegt draumaspil — er eitt atriði þar sem aðalper- sónan, Beckmann hermaður, heimkominn úr rússnesku her- fangelsi, syngur bituryrtar og berorðar vísur fyrir kabarett- leikstjóra. Borchert vissi af eig- in reynslu, hvernig slíkir póten- tátar eru. Leikstjórinn telur, að vísurnar séu vissum kostum búnar, en gallarnir yfirgnæfa; þær eru of beinskeyttar, of hreinskilnar, of tillitslausar. „Hver yrði endirinn, ef allir tækju allt í einu upp á því að segja sannleikann? Hver hefur innst inni löngun til að heyra sannleikann nú á tímum?“ Þetta er sjónarmið, sem geng- ur eins og rauður þráður gegn- um skáldskap Borcherts, og jafnvel þar sem aðeins má lesa það á milli línanna, þarf ekki að efast um, að skáldið fordæm- ir það eindregið. I einni af beztu smásögunum hans, „Der Kaffee ist undefinierbar“, sem gerist í reykmettaðri, hráslagalegri kaffistofu á járnbrautarstöð, þar sem ríkir eirðarleysi og sí- felldur erill, tilkynnir ung stúlka borðfélögum sínum, að hún ætli að fyrirfara sér. Þessi barnalega opinberun — sem enginn trúir á — vekur almenna gremju. Einn af mönnunum segir um- svifalaust, að stúlkan sé vit- skert, og þursalegur brauðsali apar á sínu máli upp orð kabar- ettleikstjórans: „Það yrði með öllu ólíft í heiminum, ef allir segðu það sem þeir hugsa.“ Beckmann hermaður, sem Bor- chert lætur einkum flytja boð- ii=
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.