Úrval - 01.02.1952, Síða 6

Úrval - 01.02.1952, Síða 6
4 T7RVAL efnabreyting hlýtur þá, eins og nú, að hafa verið fólgin i því að vatn klofnaði t vetni og súr- efni fyrir áhrif sólarljóssins, en sú efnabreyting skeði — og skeður — í öllum jurtum, sem hafa blaðgrænu. Súrefnið fer út í andrúmsloftið, en vetnið fer til uppbyggingar jurtarinnar ásamt kolsýrunni. Heildarmyndin af lífinu á kambríutímabilinu er því ekki frá eínafræðilegu sjónarmiði frábrugðin því sem vér þekkjum nú. Jurtii'nar gefa frá sér súr- efni, sem dýrin nota. Jurtirnar nejúa kolsýru og verða fæða fjmir dýrin, sem að sínu leyti skila mestum hluta af líkams- efnum sínum aftur til kolsýru- forðans. Nýjar frumur mynaast á kostnað gamalla, dýrin vaxa, mynda eggjahvítu, fitu, kolvetni og önnur frumuefni, þau iifa skamma stund og skila síðan efnum sínum til annarra lífvera. Eftir verða kalk- og kísilskelj- ar, sem grafnar í sand gefa oss naumar upplýsingar um lífið í sjónum fyrir 500 miljón árum. Hvað var til fyrir þann tíma? Hverjir voru forðfeður hins auð- uga jurta- og djiralífs á kam- bríutimabilinu ? Svo bregður við, að strax og kemur aftur fyrir kambríutímabilið hverfa stein- gervingamir að heita má með öllu. Fyrir 700 miljónum ára og ármiljénunum þar á eftir — á því timabili, sem kallað er hið forkambríska — virðist svo sem ekki hafi neinar lífverur verið á jörðinni, að minnsta kosti ekki þesskonar lífverur, er geymzt geta sem steingervingar. Hverju sætir það, að á kambríutímabil- inu mætir oss auðugt líf á til- tölulega háu þroskastigi, en að- eins 200 ármiljónum áður sjást ekki með vissu nein merki lífs, hvorki dýra né jurta? Á- stæðan er ekki sú, að ekki finn- ist eldri jarðmyndanir, sem eru svo óskemmdar af eldsumbrot- um og jarðhræringum., að þær gætu geymt steingervinga. Menn þekkja raunverulega jarðmynd- anir, sem unnt er að aldurs- ákvarða 2000 miljón ár aftur í tímann. En steingervingar finn- ast þar ekki. Ein skýringin, sem sett hefur verið fram, er sú, að lífverur þær, sem lifðu fyrir kambríu- tímabilið, hafi ekki haft neina skel eða aðra harða líkamshluta — sem gæti samrýmzt því, að sýrustig sjávarins var þá til- tölulega hátt. Ef svo væri, er ekki við að búast að neinir stein- gervingar fmnist frá þessum tímum; í mesta lagi er hægt að vænta þess að varðveitzt hefðu einskonar þrykk í mjúkum sandi eða leir. En hversu óend- anlega litlar líkur eru ekki til að slík afsteypa af einhverri lífveru verði á vegi sérfræðinga vorra tíma! Annar möguleiki er auðvitað sá, að lífið hafi í raun og veru orðið til á hundrað ármiljónun- um næst á undan kambríutíma- bilinu og blossað upp í auðlegð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.