Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 7

Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 7
UM UPPRUNA LlFSINS 5 þess tímabils á þeim stutta tíma. Hvor skýringin er ósennilegri er að sjálfsögðu erfitt að segja. Að minnsta kosti telja fornleifa- fræðingar, að umræðurnar um vöntun staðreynda, þ. e. stein- gervinga, séu næsta tilgangslitl- ar. En á síðustu árum hafa jarð- fræðingarnir lagt nýtt til mál- anna. Það hefur sem sé komið í Ijós, að það kolefni, sem fer til að byggja upp frumur hins lifandi efnis, er samsett af kolefnisísó- tópunum C12ogC13#) í hlutfallinu 91:1, 92:1 eða 93:1, en að sú hlutfallstala er önnur í því kol- efni, sem hefur ekki tekið þátt í myndun lífvera (t. d. kolefni sem finnst í loftsteinum). Ef þessar niðurstöður reynast rétt- ar, er hér fundin aðferð til að skera úr um það hvort jarðefni, sem innihalda kolefni, eru af líf- rænum eða ólífrænum uppruna. Nú hafa áður fundizt tor- kennilegar afsteypur í mjög gömlum bergtegundum, afsteyp- ur, sem að útliti minna á vissar tegundir þörunga, og sem aðal- lega eru úr grafítkolum. Finnski jarðfræðingurinn Rankama pró- fessor hefur nýlega rannsakað slíkar afsteypur úr námagöng- um við Tammerfors. Aldur þess- ara jarðlaga er talinn 12—1300 ármiljónir, en það sem einkum *) Isótópur eru tvær eða fleiri gerðir sama frumefnis, örlítið mis- munandi að atómþunga, en að öðru leyti alveg eins. — Þýð. er athyglisvert við þær er, að hlutfallið milli kolefnisísótóp- anna í þeim er milli 91:1 og 92:1, sem bendir til aö þaö sé af lífrænum uppruna! Ef rannsóknir á svipuðum grafítmyndunum annarsstaðar leiða til sömu niðurstöðu, mun mega telja víst, að þessar kola- leifar séu úr lífverum, sem smámsaman hafa breytzt í graf- ít fyrir áhrif þrýstings og hita. Jarðfræðingarnir hafa þá flutt fæðingartíma lífsins á jörðinni frá 500 ármiljónum til 1200 ár- miljóna aftur í tímann, eða næst- um helming þess tíma, sem tal- inn er aldur jarðar. Lengra munum vér sjálfsagt ekki komast með því að fara þessa leið. Vér greinum óljósar vísbendingar um líf og einskon- ar kolefnishringrás fyrir 1200 ármiljónum, en ítarlegar upp- lýsingar um gerð þessara lífvera getum vér naumast vænzt að fá. Spurningunni um fyrstu til- komu lífsins á jörðinni höfum vér enn hliðrað oss hjá að svara: hvaðan hefur allt það kolefni, sem myndaði fyrstu lífverurnar raunverulega komið? Einhvern tíma hefur þetta kolefni verið ólífrænt. Það hlýtur að hafa ver- ið til í einhverju formi frá því jörðin varð til fyrir 3000 ármilj- ónum og þar til fyrir 1200 ár miljónum. En í hvaða formi og hve mikið hefur verið af því? Að áliti jarðfræðinga er heild- armagn þess kolefnis, sem er í lifandi og steingerðum lífverum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.