Úrval - 01.02.1952, Síða 12
10
TJRVAL
þeim skoðunum, sem oft hefur
áður verið haldið á lofti, að lífið
hafi byrjað vegna eins tilviljun-
arkennds atviks, þar sem öll
nauðsynleg skilyrði til myndun-
ar t. d. einnar eggjahvítuefnis-
sameindar mættust fyrir röð
mjög ósennilegra tilviljana, svo
flókinnar sameindar, að hún gat
æxlast. Náttúran hefur sjálfsagt
farið sér hægt, og þúsund ár-
miljónir er án efa nægilega lang-
ur tími til þess að gefa þeim
möguleikum, sem búa í kolefnis-
samböndunum ótal tækifæri til
að mynda aftur og aftur hin ó-
líkustu og flóknustu sambönd.
Sennilega hafa möguleikarnir til
myndunar lífs á þessari vatns-
auðugu plánetu vorri verið svo
miklir, að erfitt sé að hugsa sér
að það hefði ekki myndast.
Og úr því að svo fór hér, hví
skyldi þá ekki hafa farið eins
annarsstaðar í alheiminum „ef
skilyrðin voru hagstæð“? Vera
kanna, að það sé tilviljun, að
lífið hefur tekið á sig þá mynd,
sem það hefur hér á jörðinni; en
það getur einnig verið tákn
sennilegustu tengimöguleika
kolefnissambandanna sín í milli,
þegar samspil þeirra hefur feng-
ið að þróast frjálst eins og ver-
ið hefur hér á jörðinni. Að vér
mennimir hér á enda þróunar-
keðjunnar höfum öðlazt hæfi-
leika til að horfa til baka yfir
tvo eða þrjá ármiljarða og leiða
getum að því sem skeð hefur á
þessum tíma, er að sínu leyti
einnig tákn þeirra óendanlega
mörgu möguleika, sem efnið býr
yfir. Hversvegna allt fór eins og
fór, verður líklega að síðustu að
rekja aftur til þeirra aðstæðna,
sem skópu sólkerfi vort í upp-
hafi og til upphafs frumefnanna
við tilorðningu alheimsins. Ég
minnist gamals spakmælis — ég
held það sé komið frá Ovidius:
„Orsökin er dulin, afleiðingin á-
þreifanleg.“ Þannig er það sjálf-
sagt um lífið.
oo A co
Breyttir tímar.
„~Éig hef veitt því athygli mér til mikillar undnmar," sagði
roskinn og lífsreyndur maður, „að ungir menn nú á tímum eru
merkilega hræddir við að ganga í heilagt hjónaband og stofna
heimili.
Það var öðruvísi í minu ungdæmi, skal ég segja ykkur. Já,
áður en ég kvæntist vissi ég ekki einu sinni hvað hræðsla var.“
— Coronet.
★
Það er að heita má algild regla, að þegar hurð lokast fyrir okk-
ur, þá opnast önnur leið. Gallinn er aðeins sá, að okkur verður
svo starsýnt á hurðina, sem lokaðist, að við komum ekki auga
á þá, sem opnaðist. — Christian Science Monitor..