Úrval - 01.02.1952, Side 13
Höfumlur lýsir þriggja ára til-
raunum til að ala upp sjim-
pansaunga eins og barn.
Apaharn í fóstri.
XJr bókinni „The Ape in Our House“,
eftir Cathy Hayes.
OKKUR hjónin hafði lengi
langað til að fá náin kvnni
af sjimpönsum. Hve skynsamir
eru þeir á mannlegan mæli-
kvarða? Er ekki hægt að kenna
þeim að tala ef þeir eru aldir
upp meðal manna ? Því var það,
að þegar maðurinn minn, Keith,
fékk atvinnu við stofnun sem
leggur stund á rannsóknir í
sálfræði, tókum við þriggja
daga gamlan sjimpansa í fóstur.
Viki var rúmar sjö merkur
að þyngd og líktist einna helzt
risastórri kónguló þegar við
lögðum hana í vögguna. Lang-
ir, þvengmjóir útlimirnir teygðu
sig út frá kviðmiklum búknum.
Svart, stíft hárstrí var á höfði
og vöngum, og ásamt stórum
tórnlegum augunum gaf það
andlitinu svip hræðslu og reiði.
Hún fálmaði án afláts með
hægri hendinni út í loftið í leit
að mömmu sinni til að halda
sér í. Þegar ég lét Viki í vögg-
una hélt hún sér með öllum
f jórum höndunum í mig og átti
ég í miklu basli með mínum
tveim höndum að losa tökin.
Þessi hæfileiki apaungans til að
halda sér er honum sjálfsagt
nauðsynlegur í heimkynnum
sínum í skógunum.
Áður en Viki var orðin mán-
aðar gömul gat hún tekið um
þumalfingurinn á mér með ann-
arri hendi og haldið sér á lofti
í meira en mínútu. í matgræðgi
sinni tók hún að reisa sig upp
á fjóra fætur í vöggunni og stóð
þannig riðandi þegar ég kom
með pelann. Svo óseðjandi var
matarlyst hennar, að hún greip
stundum utan um höndina, sem
ég hélt á pelanum í og spyrnti
með fótunum í kjöltu mína unz
segja mátti að hún stæði upp-
rétt — aðeins fjögra vikna!
Viki grét aldrei. Hún átti til
eitt lítið hljóð: ,,ú-ú-ú-ú“, sem
varð að ópi þegar henni var
mikið niðri fyrir, en hún vældi
aldrei eða gaf frá sér nein
merki um að hún vildi mat.
Ungviði frumskóganna er senni-
lega nauðsyn að hafa hljótt um
sig.
Við létum Viki ,,vinna“ fyrir
mat sínum. Þegar ég tók hana
í fangið hélt ég pelanum í hend-
inni og sperrti þumalfingurinn
út í Ioftið eins og hald á pelan-
um. Hún lærði fljótt að grípa