Úrval - 01.02.1952, Page 15

Úrval - 01.02.1952, Page 15
APABARN I FÖSTRI 13 hljóp með eitthvað af flíkum mínum upp á bókaskápinn úti við gluggann og veifaði þeim framan í þá sem framhjá gengu. Viki var urn þessar mundir heldur á undan börnum á sín- um aldri að líkamlegu atgervi. Henni þótti gaman að rissa, þræða perlur á band og raða klossum. En hún hafði einn slæman ávana: hún átti til að bíta. Einu sinni beit hún mig. Einhver frumstæð kennd bloss- aði upp í mér. Ég þreif í litla handlegginn á henni og beit hana eins fast og ég gat. Hún rak upp óp og greip sér dauða- haidi í mig og horfði undrandi á mig. Ég hafði ekki ætlað mér a.ð bíta hana svona, en síðan hefur Viki aldrei gert sig lík- lega til að bíta mig. Það er talsverðum vanda bundið að refsa sjimpansa. Húð- in á honum er þykkri en á okk- ur og þakin hári, og þegar ég sló Viki, fór hún venjulega að hlæja, rétt eins og ég væri að kitla hana. Ef ég bannaði henni, espaðist hún. Að lokum tálgaði ég mér vönd, og eitt sinn er hún opnaði blekbyttu og byrjaði að hella úr henni á gólfteppið, lét ég vöndinn ríða tvisvar á bak- inu á henni. Upp frá því þurfti ég mjög sjaldan að beita vend- inum. Nóg var að sýna henni vöndinn, eða jafnvel aðeins nefna hann með nafni. Þegar Viki var 18 mánaða voru daglegar athafnir hennar mjög svipaðar því sem gerizt um börn á sama aldri. Hún byggði háa hlaða úr klossum. Hún gat dregið beina línu ef henni var sýnt hvernig það var gert og brugðið yfir í riss ef kennarinn gerði það. Hún gat borðað með skeið, opnað hurð- ir, veifað í kveðjuskyni og sýndi tiiburði til að þvo sér og klæða sig. Eins og barn á þessum aldri fór hún að „apa“ eftir okkur. Hún bar fram af borðinu, bar naglaþjöl að nöglunum á sér, duftaði sig í framan með duft- púða, heimtaði lit á varimar og strauk úr honum með litla fingri á sama hátt og ég. Fyrstu mánuðina var Viki aðeins í einni skyrtu, sniðinni út í eitt. En svo margir karl- kenndu hana, að ég ákvað að kaupa handa henni kjól. Ég keypti hvítan kjól með áprent- uðum rósurn. Viki varð strax hrifin af honum. Hún stóð graf- kyrr meðan ég smeygði honum yfir höfuð hennar og strauk hann niður eftir sér þegar hún var kornin í hann. I fyrsta skipti sem hún klifraði upp dyrastaf í honum og lét sig bruna niður, flögraði pilsið framan í hana. Það þótti henni svo skemmtilegt, að hún endur- tók leikinn hvað eftir annað. Pilsið stóð út í loftið að aftan þegar hún hljóp um húsið á íjórurn fótum en henni varð oft á að stíga í faldinn að framan, þangað til henni datt það ráð í hug að hafa faldinn uppi í sér þegar hún hljóp og upp frá því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.