Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 19
ÁHRIF LIKAMSL.ÝTA OG FÖTLUNAR
17
ekki ávallt að vera sanifara
stórkostlegri fötlun eða jafnvel
fötlun að nokkru ráði. Maður
með áberandi líkamslýti getur
verið fullfær til allrar vinnu, og
hann hefur ekki beðið tjón á
skynfærmn sínmn, hann getur
átt fyrir sér langt líf og góða
heilsu, en þó getur lýtið haft
mikil og óheillavænleg áhrif á
hann andlega. Lýtið veldur hon-
um ekki líkamlegum óþægind-
um, heldur andlegum þjáning-
um. Viðkvæmt lýti, þótt það
hafi ekki í för með sér líkamleg
óþægindi og skerði ekki starfs-
hæfi mannsins, getur orðið
honum þungbærara en mikil
fötlun, sem hefur ekki lýti í för
með sér, eða a. m. k. ekki lýti,
sem maðurinn tekur sér nærri.
Það barn, sem fatlað er,
vanskapað eða hefm’ áunnin
lýti, verður sér fyrr eða síðar
meðvitandi um þennan ágalla
sinn, svo framarlega, sem það
er ekki mjög vangefið. Það
kemst seint eða snemma að
raun um, að það er að ein-
hverju leyti ekki eins og fólk
er flest, það stendur öðrum að
baki sakir lýta sinna eða fötl-
unar. Þessa vitneskju hefur það
ýmist aflað sér með því að bera
sig saman við aðra, það hefur
gert þessa uppgötvun sjáift,
eða þá — og það mmi tíðara
— að aðrir hafa bent því á lýt-
in eða ■ fötlunina oft því miður
á særandi og ótilhlýðilegan
hátt, svo sem með því að spotta
það eða gera gys að því. Þetta
bendir okkur þegar á mikilvægi
hins félagslega umhverf is:
Barnið myndi í fyrsta lagi ekki
finna til lýta sinna, ef allir
umhverfis það hefðu sömu lýti.
Og í öðru lagi er það dómur
almennings um þetta lýti, en
ekki tilvera lýtisins sjálfs, sem
veldur því andlegum þjáning-
um. Þar sem fegurðarsmekkur
manna breytist og er mismun-
andi eftir stéttum, þjóðum og
menningargerðum, fer því
fjarri, að sama lýtið hafi sömu
áhrif, hvar sem er í heiminum.
Allt fer eftir því, hvernig al-
menningsálitið dæmir um þessi
lýti. Ég kem hér aðeins með
nokkur dæmi. Stór andlitsör á
karlmönnum eftir skilmingar
voru ekki talin til líkamslýta í
Þýzkalandi meðan hólmgöngur
tíðkuðust mjög meðal stúdenta,
þeir voru stoltir af þeim, þau
báru vitni hugprýði. Þau voru
fremur heiðursmerki en lýti.
En í öðrum löndum, t. d. hér á
landi, á Englandi og á Norður-
iöndum, þar sem slíkar hólm-
göngur tíðkuðust ekki, hefði
þótt og þykir lýti að slíkum
örum. Nú þykist enginn maður
með mönnum nema hann nauð-
raki sig á hverjum morgni.
Það myndi því ekki lengur
þykja neinn ljóður á ráði ein-
hvers karlrnanns, þótt honum
yxi ekki skegg, hann stingi ekki
í stúf við aðra, eins og Njáll
gerði á sínum tíma. Margir
frumstæðir menn alsetja andlit
sitt örum og afmynda stórlega