Úrval - 01.02.1952, Side 22
20
TJRVAL
ur t. d. misst eyra, er vafasamt
ráð að láta hárið vaxa og hylja
með því eyrun. Hann gerir sig
ankannalegan með þessu til-
tæki og félagar hans komast
auk þess brátt að raun um,
hvernig málum er farið. Sömu-
leiðis er gagnslaust fyrir mann,
sem hefur misst fingur eða er
lýttur á hendi að halda hendinni
fyrir aftan bak eða draga hana
upp í ermina, kreppa fingurinn
inn í lófann, ef lýtið verður
duíið á þann hátt. Menn taka
fIjótt eftir þessum tilburðum og
vita, hvers kyns er. Slíkur mað-
ur lifir í sífelldum ótta við, að
aðrir verði varir við lýti hans
og gerir sér fánýtar vonir um
að dylja það, en kemst þó sí-
fellt að raun um, að það er
ekki hægt, sízt fyrir þeim
mönnum, sem hann umgengst
náið. Sum lýti eða fötlun reyna
menn að dylja með ýmsum mik-
ilmennsku tilburðum, monti og
grobbi. Eigi allfáir lýttir og
íatlaðir menn fyllast gremju
við heiminn og tilvenma. Sum-
ii þeírra bera harm sinn í
hljóði. Þeir örvænta um sinn
hag, draga sig sem mest út úr
mannlegum félagsskap. Hjá
öðram fær gremja þessi útrás.
Fyrst þeir þjást og eru óham-
ingjusamir, vilja þeir líka að
aðrir þjáist. Þeir vilja ná sér
niðri á tilverunni. Þeir öfunda
þá, sem heilbrigðir eru, og þessi
öfund kemur fram í því, að
þeir finna svölun í því að spilla
lífi annarra, vinna þeim tjón
og gera þá óhamingjusama.
Slík illgimi kemur fram í ýms-
um myndum: sem mannhatur,
fals og undirhyggja og loks
jafnvel í afbrotum: svikum,
skemmdarverkum og þjófnaði.
Meðferð fatlaðra barna
Fötlun og líkamslýti geta eina
og áður er vikið að verið með
svo margvíslegu móti, að engin
leið er að gera hér grein fyrir
hinum ýmsu tegundum þeirra.
Það sem hér verður sagt um
meðferð slíkra barna á við þau
almennt.
1. Aldrei verður um of brýnt
fyrir foreldrum og aðstandend-
um fatlaðra og lýttra bama að
neyta allra ráða til að fá fötl-
unina eða lýtið lagað, eftir því
sem föng eru á. Margir menn
ganga ámm saman með fötlun
eða lýti, sem háir þeim meira
eða minna, en hægt væri að
laga að fullu eða að miklu leyti.
Og í þessu efni verður hið upp-
eldislega eða hið sálfræðilega
sjónarmið að mega sín mikils;
menn verða alltaf að hafa í
huga, hvaða áhrif fötlunin eða
lýtið geti haft á skapgerð og
geðheilsu hlutaðeigandi manns.
Stórkostleg líkamleg fötlun, svo
sem missir handar eða fótar,
hefur ekki nærri alltaf stór-
vægileg og ill áhrif á skap-
gerð og geðheilsu, a. m. k. ekki
yfirleitt hjá karlmönnum, en
ýmiss konar lýti, sem hafa enga
eða óverulega fötlun í för með
sér, em oft afdrifaríkari fyrir