Úrval - 01.02.1952, Page 24
22
ÚRVAL
hann öðrum eða er betra að fara
ekkert í launkofa með hann,
játa hann hreinskiinislega og
ganga þess ekki dulinn að aðr-
ir séu eða verði hans varir?
Reynslan hefur sýnt, að síðari
afstaðan er ólíkt hyggilegri.
Með því móti er miklu síður
hætt við, að annmarkinn verði
þess valdandi að hugsun manns-
ins snúist óeðlilega mik-
ið um hann og hann lifi
í sífelldum ótta við, að aðr-
ir taki eftir honxnn. Þessi af-
staða stuðlar mjög að því, að
maðurinn sætti sig við ann-
marka sinn, en það er höfuð-
skilyrði fyrir góðri geðheilsu og
hamingjusamri framtíð. Slíkur
maður veit, að hann er fatlaður,
því verður ekki um þokað, en
hann leggst ekki í víl út af því,
heídur gerir sér þess sem bezta
grein, hvernig hann geti neytt
þeirra möguleika, sem eftir
eru. Skilningsríkir foreldrar og
vinir geta orðið hinum fatlaða
unglingi hér að miklu liði: Þótt
honum sé öðrum fremur þörf á
skilningsríkri samúð, ber mjög
að varast hóflausa meðaumkun
og eftirlæti: Þau verða til þess,
að barnið hefur annmarka sinn
sem átyllu til að afla aukinna
fríðinda sér til handa. Uppeldi
fatlaðs barns verður að stefna
að því, að gera það eins vel
sjálfbjarga og starfhæft og
kostur er á. Fatlað barn verð-
ur að aga, eins og önnur börn,
það verður að temja sér sjálfs-
stjórn, en við það verður að
beita sérstakri lipurð og tillits-
serni og gæta þess að ofbjóða
því ekki. Foreldrar fatlaðra
barna ættu því ekki að láta und-
ir höfuð ieggjast að ráðgast við
sálfræðing um uppeldi og fram-
tíðarhorfur þeirra, því að á
miklu veltur, að þau hljóti
menntun við sitt hæfi og leggi
fyrir sig þau störf, sem fötlunin
bagar þau minnst við. Fatiað-
ur maður eða bæklaður getur
verið stór vel gefinn, vel fall-
inn til andlegs náms og starfa
hvað hæfileika snertir. Fötlun
hans þarf ekki að baga hann
við andlegt nám og störf að
neinu ráði. Honum standa þarna
sömu vegir opnir til starfs og
frama og þeim, sem heilbrigðir
eru. Sumir heimsfrægir vísinda-
menn hafa t. d. verið kryppling-
ar eða á annan veg stórlega
fatlaðir. Ef fatlaður maður er
vel gefinn og hann hefur feng-
ið góða menntun, getur hann
gegnt fjölmörgum störfum eins
vel og heilbrigðari menn, svo
sem skrifstofustörfum og létt-
um iðnaðarstörfum. Hann get-
ur því orðið efnalega sjálfstæð-
ur og þarf ekki að standa verr
að vígi í lífsbaráttunni en aðr-
ir menn. Um allt þetta er
ómögulegt að veita almennar
íæglur og leiðbeiningar. For-
eldrum og öðrum, sem hafa á
höndum uppeldi fatlaðra barna,
er eindregið ráðlagt að leita til
læknis og sálfræðings varðandi
uppeldi þeirra, menntun og
starfsval.