Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 27
I>eir klifu hæsta tindinn, sem nokkru
sinni hefur verið klifinn — en sigurinn
var dýru verði keyptur.
Þeir klifu tindinn.
Grein úr „Life“,
eftir James Ramsay tlllman.*)
TVEIR dauðuppgefnir menn
skriðu upp snarbratta fönn-
ina unz þeir voru komnir upp
á lítinn, sléttan flöt. Hærra var
ekki hægt að komast. Þeir stóðu
á tindi hæsta fjallsins, sem
nokkru sinni hefur verið klifið
af mönnum.
Fjallið var Annapurna, sem er
8076 metrar á hæð. Fjallgöngu-
mennirnir, þeir Maurice Herzog
og Louis Lachenal, voru þátt-
takendur í franska Himalaya-
leiðangrinum árið 1950. Afrek
þeirra var mikið — þeir voru
sæmdir heiðursmerki frönsku
Heiðursfylkingarinnar fyrir það
— en þeir urðu líka að kaupa
sigurinn dýru verði.
Hið svokallaða „þak heims-
ins“ — 14 þekktir tindar Hima-
layafjalla, sem eru yfir 8000
metrar á hæð — hafði löngum
boðið fjallgöngumönnum byrg-
inn.
Það er jafnvel eins miklum
erfiðleikum bundið að komast í
námunda við þessi fjöll og að
klífa þau. Tíbet hefur bannað
*) Höfundur bókarinnar „Ljósi-
tindur", sem birtist í 5. hefti 7. árg\
tJrvals.
alla umferð, og í Indlandi, Pak-
istan og Kashmír hefur allt ver-
ið í uppnámi að undanförnu. En
haustið 1949 skýrði kongurinn
í Nepal, sem er smáríki við norð-
urlandamæri Indlands, frönsk-
um sendifulltrúa frá því, að
franski fjallgönguleiðangurinn
væri velkominn til Nepal.
Nú komst skriður á málið
heima í Frakklandi. Franska
stjómin lagði fram þriðja hlut-
ann af nauðsynlegu rekstrarfé,
en birgðir og útbúnaður fékkst
frá franska hernum og ýmsum
framleiðendum og kaupmönn-
um.
Níu fjallagarpar voru valdir
úr hópi hundrað umsækenda.
Foringi þeirra var kjörinn Mau-
rice Herzog, þrjátíu og eins árs
gamall verkfræðingur, sem hafði
iðkað fjallgöngur í Ölpunum.
Fimm aðrir vom á þrítugsaldri
— Louis Lachenal, Lionel Ter-
ray, Gaston Rebuffat, Jean Cou-
zy og Marcel Schatz — allir
þrautreyndir fjallamenn. Þeir
þrír leiðangursmenn, sem enn
eru ótaldir, vom Jacques
Oudot, læknir, Marcei Ichac,
ljósmyndari og Francis de Noy-