Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 28
26
ÚRVAL
elle, sem átti að sjá um alla
birgðaflutninga. Þetta var vel
valinn og vel skipulagður hóp-
ur. Ef svo hefði ekki verið, væru
þessir menn ekki á lífi nú.
Um miðjan aprílmánuð 1950
lagði flokkurinn upp frá landa-
mærum Nepal. Burðarmenn og
burðardýr báru f jórar smálestir
af farangri. Framundan voru
hæstu fjöll jarðarinnar, og um-
hverfis þau auðnir og eyðimerk-
ur, þar sem enginn hvítur mað-
ur hafði stigið fæti sínum. 1
fjóra daga mjakaðist lestin á-
fram gegnum frumskóginn, unz
hún kom á bersvæði handan
skógarins. Þegar hinn mikli
veggur Himalayaf jallanna blasti
við, gnæfði tindur Annapurna
upp úr þokumóðunni í fjarska.
En það var ekki nóg að sjá
tindinn, það varð að finna færa
leið að f jallsrótunum, og það var
enginn hægðarleikur. Landa-
bréfin, sem þeir höfðu meðferð-
is, voru gagnslaus og dalafólk-
ið í Nepal vissi bókstaflega ekk-
ert um hálendið fyrir handan,
að öðru leyti en því, að það hélt
að þar byggju guðir og djöflar.
Það var áríðandi, að leiðin fynd-
ist fljótt, því að þessi f jöll verða
ekki klifin nema á tímabilinu
frá fyrstu vorleysingum og
þar til sumar-monsúnvindarnir
byrja. Veðurfræðingar höfðu
spáð, að þeir myndu hefjast í
öndverðum júní. Og nú var kom-
ið fram undir apríllok.
Fjallgöngumennirnir komust
að raun um, að eina vonin væri
að reyna að klífa norðvesturhlið
f jallsins og farangurinn var því
allur fluttur að fjallsrótunum
þeim megin. Fyrir ofan þá
gnæfði tveggja mílna há fjalls-
hhðin, snarbrött og snævi þak-
in, með klettariðum og hamra-
beltum — og það voru ekki nema
þrjár vikur þar til monsún-
vindamir tækju að blása.
Nú hófst hið mikla erfiði —
að koma upp birgðastöðvum í
f jallshlíðinni. Dögum saman sel-
fluttu þeir matvæli, tjöld, svefn-
poka, fatnað og annan nauðsyn-
legan farangur upp hlíðina.
Fyrstu birgðastöðinni var val-
inn staður á neðri jöklinum, 610
metrum fyrir ofan fjallsræturn-
ar, en önnur bækistöðin var
760 m. þar fyrir ofan. Meðan
aðrir leiðangursmenn voru að
flytja birgðir til þessara stöðva,
kleif Herzog fjallið, unz hann
var kominn upp að fannasvæð-
inu fyrir ofan jökulinn. Þar
valdi hann stað fyrir þriðju
bækistöðina í meira en 6400 m.
hæð.
Veðrið var hagstætt og engir
sérstakar erfiðleikar urðu á vegi
fjallgöngumannanna. Aðalhætt-
an stafaði frá snjóflóðunum,
sem gejí’stust ofan fjallshlíðina.
Eftirfarandi kafli úr skýrslu
Terrays lýsir þessu vel:_
„í þriðju bækistöð: Ég og
burðarmennimir mínir tveir átt-
um hræðilega nótt, því að ég
gat ekki fundið annað tjaldið,
sem átti að vera hér í poka.
Verra var hitt, að snjóflóð féllu