Úrval - 01.02.1952, Side 32
30
ÚRVAL
drekka þessa skál, en hann lá
í tjaldi sínu. Þegar röoin kom
að honum, urðu félagar hans
að bera flöskuna að vörum hans.
Næsta morgun var komin
hellirigning. Monsúninn var
kominn — og snjóflóðin voru
tekin að geysast niður hvítar
hlíðar Annapurna. Sama dag
héldu þeir af stað áleiðis til
byggða. Að baki þeim var f jall-
ið, en framundan mánaðar svað-
ilför. Það varð að bera þá Her-
zog og Lachenal hvert fótmál
leiðarinnar — yfir bratta hálsa,
vatnsmiklar ár og gegnum ill-
færan frumskóginn.
1 stað helkuldans var nú kom-
inn steikjandi hiti. Megnan ó-
daun lagði af sárum sjúkling-
anna, og þjáningar þeirra voru
svo miklar, að Oudot varð stöð-
ugt að gefa þeim morfín. Það
rigndi án afláts og gufumökk
lagði upp úr heitri og rakri jörð-
inni. Á hverjum degi varð Oudot
að halda áfram hinum hryllilegu
aðgerðum sínum á þeim Herzog
og Lachenal, því að það var nú
orðið augljóst, að það varð að
taka tærnar af þeim báðum —
og auk þess finguma af Herzog
— til þess að skemmdirnar
breiddust ekki út. I annarri viku
júlí náðu þeir loks til byggða.
Maurice Herzog var ekki enn
búinn að ná sér, þegar ég heim-
sótti hann í Chamonix í Frönsku
Ölpunum. Einn af gestunum
spurði hann hinnar óhjákvæmi-
leg spurningar: Borgaði þetta
sig?“
Herzog svaraði aðeins með því
að brosa. Þetta var óþörf spurn-
ing. í augum hans og félaga
hans borgaði þetta sig auðvitað.
Þetta er saga hugaðra manna.
Sumir kunna að álíta, að það
sé líka saga fífldjarfra manna.
En þrátt fyrir það sýnir hún
okkur, að meðal okkar eru
ennþá til menn, sem em reiðu-
búir til að heyja harða baráttu
og þjást mikið til að ná erfiðu
marki; menn, sem eru þeirrar
skoðunar, að öryggi sé ekki eina
takmarkið í lífinu; menn, sem
keppa eftir öðram sigrum en að
sigra meðbræður sína.
oo co
I samkvæmi.
Maður nokkur kom 1 seinna lagi í samkvæmi og voru gest-
imir setztir til borðs. Hann sá autt sæti, sem honum var ætlað
nálægt borðenda húsbóndans, andspænis fatinu, sem gæsin var
á, og var húsbóndinn að skera hana.
„Jæja," sagði hann um leið og hann settist, „ég á þá að sitja
hjá gæsinni." Hann hafði varla sleppt orðinu þegar hann tók
eftir að kona sat á stólnum til vinstri handar honum. Það kom
fát á hann, og hann bætti við óðamála: „Ég á auðvitað við
þá steiktu." — Catholic Fireside.