Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 44
42
ÚRVAL
Píanóleikurinn hætti snögglega
og kliður hejrrðist meðal áheyr-
enda. „Ágætt, ágætt,“ sagði
karlmannsröddin. Kliðurinn
þagnaði og röddin tók aftur til
máls: „ Nú—“.
Útvarpið steinþagnaði. í brot
úr sekúndu heyrðist ekkert
nema suðið í tækinu sjálfu. Þá
kom allt annar dagskrárliður,
niðurlagið af laginu „Sam’s
Song“, sungið af Bing Crosby
og syni hans. Ég furðaði mig
á þessum snöggu umskiptum, en
hvgleiddi það þó ekki nánar fyrr
en ég hafði lokið við bókina og
bjóst til að hátta. Þá mundi ég
allt í einu eftir, að Major Bowes
var dáinn. Áratugur var liðinn
síðan hin vinsæla, gamalkunna
rödd hans hafði hljómað á degi
hverjum á flestum heimilum
landsins.
Hvað gerir maður, þegar eitt-
hvað sem virðist óskýranlegt
skeður? Maður segir vinum og
kunningjum söguna, sjálfum sér
og þeim til skemmtunar, og það
gerði ég. En lengi á eftir var
þetta. oft haft í flimtingum við
mig og _ mrður hvort ég hefði
ekki heyrt . ium eða þessum
útvarpsmanni, sem löngu var dá-
inn, í þessu ágæta tæki mínu.
Fymir kom þó að mér voru gold-
in sögulaun með undarlegum
sögum af svipuðu tagi: „Þetta
minnir mig á það, sem ég heyrði
um daginn . . .“ Maðm á Long
Island var kvaddur til viðtals
í síma við systur sína í New
York á föstudagskvöldi. En hún
fullyrti síðar, að hún hefði ekki
hringt og ekki talað við hann
fyrr en mánudaginn næsta á eft-
ir, þrem dögum síðar. í banka.
einum var mér sýnd ávísun sem
hafin hafði verið í bankanum
daginn áður en hún var gefin út.
Bréf var borið út í New York
17 mínútum eftir að það var
póstlagt á vesturströnd Banda-
ríkjanna.
Sjáið þið sambandið milli þess-
ara frásagna og reynslu minn-
ar? Hugsið ykkur að eitthvað
hafi skeð í hverju þessara til-
vika, sem raskaði snöggvast
eðlilegri rás tímans. Svo virðist
sem eitthvað slíkt hafi skeð hjá
mér: að ég hafi heyrt útvarps-
dagskrá, sem send var út fyrir
fjölda ára . . .
Sögur mínar voru nú orðnar
eftirsóttar sem skemmtiefni í
samkvæmum og ég leit á söfn-
un þeirra sem skemmtilega tóm-
stundaiðju. En þegar ég heyrði
sögu Júlíu Eisenberg vissi ég
að ekkert gaman var lengur á
ferðinni. Hún er þannig skráð
í skjölum mímun:
Mál nr. 17. Júlía Eisenberg,
skrifstofustúlka, New York
City, 31 árs.
Ungfrú Eisenberg býr í lítilli
íbúð í Greenwich þorpi. Ég tal-
aði við hana þar eftir að skák-
félagi minn einn, sem býr í ná-
grenni hennar, hafði sagt mér
undan og ofan af því sem fyrir
hana hafði komið.
1 október 1947, klukkan ell-
efu um kvöld, fór ungfrú Eisen-