Úrval - 01.02.1952, Síða 46
44
ÚRVAL
er hvorki taugaveikluð né til-
finningasöm, og ég veit hvað
skeði."
Það var þegar ég sat þarna
í snyrtilegri setustofu ungfrú
Eisenberg sem mér varð að fullu
ljóst, að afleiðingar þessara und-
arlegu atburða gátu verið sorg-
legar engu síður en skemmtileg-
ar. Það var á þeirri stundu sem
uggur tók að setjast að mér.
I ellefu mánuði hef ég safnað
frásögnum af þessum undarlegu
fyrirbærum, og það vekur hjá
mér bæði undrun og ótta, hve
tíð þau eru orðin og — hvemig
á ég að orða það ? — hve mjög
þeim vex máttur til að tæta
hryggilega í sundur líf mann-
axma. Hér er dæmi — valið af
handahófi — um þennan vax-
andi mátt.
Mál nr. 3Jf. Paul V. Kerch,
gjaMkcri, Brcmx, 31 árs.
Síðla sunnudags í góðu veðri
kom. ég í heimsókn til þriggja
manna fjölskyldu í Bronx. Paul
Kerch er þeldökkur, laglegur
maður og feitlaginn; konan hans
er dökkhærð, snotur kona inn-
an við þrítugt, en þreytuleg og
með dökka bauga undir augun-
tim; sonur þeirra er fallegt barn,
á að gizka sex eða sjö ára. Þeg-
ar ég hafði heilsað f jölskyldunni
var drengurinn sendur inn í her-
bergið sitt.
„Jæja,“ sagði Kerch þreytu-
lega og gekk að bókaskápnum,
„illu er bezt aflokið."
Hann tók bók úr efstu hill-
unni og tók úr henni nokkrar
ljósmyndir. Svo settist hann við
hliðina á mér í sófann og sýndi
mér myndirnar. „Ég á allgóða
myndavél,“ sagði hann. „Og ég
er dágóður áhugaljósmyndari,
framkalla og kopíera myndirnar
sjálfur. Fyrir tveim vikum fór-
um við í skemmtigarð." Rödd
hans varð þreytuleg og blælaus,
eins og hann hefði sagt þessa
sögu ótal sinnum. „Það var sól-
skin og blíða, eins og í dag, og
ég tók heilmikið af myndum af
okkur öllum. Myndavélin er
þannig, að ég get sjálfur verið
með á myndum, sem ég tek á
hana. Þetta eru fyrstu mynd-
imar sem ég tók,“ sagði hann
og rétti mér allar myndirnar
nema eina.
Þetta voru skýrar, en ósköp
venjulegar fjölskyldumyndir í
ýmsum stellingum. Kerch var í
ljósum fötum, konan hans í
dökkri dragt og drengurinn í
svartri blússu og stuttum bux-
um. Að baki þeirra voru stór,
blaðlaus tré. Ég rétti Kerch
myndimar.
„Síðustu myndina," sagði
hann og rétti hana að mér, „tók
ég alveg eins og hinar. Á mánu-
dagskvöldið framkallaði ég alla
rúlluna og þetta kom út á síð-
ustu filmunni.“
1 fyrstu fannst mér hún í engu
frábmgðin hinum hópmyndun-
um, en svo sá ég muninn. Kerch
var sá sami, berhöf ðaður og bros-
andi út undir eyru, en hann var
í allt öðrum fötum. Drengurinn
sem stóð við hlið hans var í síð-