Úrval - 01.02.1952, Side 47

Úrval - 01.02.1952, Side 47
ÉG ER HRÆDDUR! 45 um buxum, greinilega eldri en sonur hans, en auðsjáanlega sami drengurinn. Konan var aftur á móti allt önnur. Hún var mjög vel klædd, ljóshærð og fríð sýnum. Hún brosti við myndavélinni og hélt í hönd Kerch. Ég leit á Kerch. „Hver er þetta?“ Kerch hristi höfuðið vonleys- islega. „Eg veit það ekki,“ sagði hann þreytulegu. „Ég veit það ekki! Ég hef aldrei á ævi minni séð hana,“ bætti hann við ofsa- lega. Hann leit á konuna sína, en hún svaraði ekki augnatilliti hans, og svo leit hann aftur á mig og yppti öxlum. „Jæja, þarna hafið þér alla söguna,“ sagði hann. Ég leit á myndina aftur. „Trén eru allaufguð," sagði ég. Trén í skemmtigarðinum, sem sáust að ba.ki þeirra, voru í full- um sumarskrúða. Kerch kinkaði kolli. „Alveg rétt,“ sagði hann beisklega. „Og vitið þér hvað hún segir?“ sagði hann ofsalega og leit á konu sína. „Hún segir að þetta sé konan mín á myndinni, nýja konan mín sem ég verð giftur eftir tvö ár! Drottinn minn!“ „Hvað eigið þér við?“ Ég leit á frú Kerch, en hún sat þögul með samanherptar varir og virti mig ekki viðlits. Kerch lyfti höndum vonleysis- lega. „Hún segir að myndin sýni hvernig ástandið verði eftir tvö ár. Hún verði dáin eða“ — hann hikaði og hélt síðan áfram meðvaxandibeiskju í röddinni— „við skilin og ég hafi drenginn okkar og verði kvæntur konunni á myndinni." Við litum báðir á frú Kerch og biðum þangað til hún neydd- ist til að segja eitthvað. „Ef þetta er ekki rétt hjá mér,“ sagði hún og yppti öxl- um, ,,þá segið mér hvað myndin merkir." Hvorugur okkar gat skýrt það og nokkrum mínútum síðar kvaddi ég og fór. Ég gat ekki mikið sagt að skilnaði; að minnsta kosti gat ég ekki skýrt þeim frá þeirri sannfæringu minni, að hver svo sem skýring- in á myndinni væri, yrði samlífi þeirra senn lokið . . . Ég gæti haldið áfram að rekja svona sögur hundruðum saman. Árið 1950 er komið með látinn mann, sem orðið hafði fyrir bíl, í líkhús í New York. Hann er klæddur eins og ungir menn voru kringum 1870; sendibréf sem hann er með í vasanum er með póststimpli frá 1876, pen- ingaseðlar í vösum hans eru frá sama tíma. Enginn finnst sem kannast við þennan unga mann, þótt nafn og heimilisfang sé í vasa hans. Loks f innst ef tir mikla leit frásögn í gömlum lögreglu- skýrslum um ungan mann með sama nafni, sem hvarf skyndi- lega frá heimili sínu árið 1876 og fannst aldrei aftur. — Sex- tán ára gömul stúlka kemur einn morgun út úr svefnherbergi sínu með fötin sín í fanginu, því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.