Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 47
ÉG ER HRÆDDUR!
45
um buxum, greinilega eldri en
sonur hans, en auðsjáanlega
sami drengurinn. Konan var
aftur á móti allt önnur. Hún
var mjög vel klædd, ljóshærð
og fríð sýnum. Hún brosti við
myndavélinni og hélt í hönd
Kerch. Ég leit á Kerch. „Hver
er þetta?“
Kerch hristi höfuðið vonleys-
islega. „Eg veit það ekki,“ sagði
hann þreytulegu. „Ég veit það
ekki! Ég hef aldrei á ævi minni
séð hana,“ bætti hann við ofsa-
lega. Hann leit á konuna sína,
en hún svaraði ekki augnatilliti
hans, og svo leit hann aftur á
mig og yppti öxlum. „Jæja,
þarna hafið þér alla söguna,“
sagði hann.
Ég leit á myndina aftur.
„Trén eru allaufguð," sagði ég.
Trén í skemmtigarðinum, sem
sáust að ba.ki þeirra, voru í full-
um sumarskrúða.
Kerch kinkaði kolli. „Alveg
rétt,“ sagði hann beisklega. „Og
vitið þér hvað hún segir?“ sagði
hann ofsalega og leit á konu
sína. „Hún segir að þetta sé
konan mín á myndinni, nýja
konan mín sem ég verð giftur
eftir tvö ár! Drottinn minn!“
„Hvað eigið þér við?“ Ég leit
á frú Kerch, en hún sat þögul
með samanherptar varir og virti
mig ekki viðlits.
Kerch lyfti höndum vonleysis-
lega. „Hún segir að myndin sýni
hvernig ástandið verði eftir
tvö ár. Hún verði dáin eða“ —
hann hikaði og hélt síðan áfram
meðvaxandibeiskju í röddinni—
„við skilin og ég hafi drenginn
okkar og verði kvæntur konunni
á myndinni."
Við litum báðir á frú Kerch
og biðum þangað til hún neydd-
ist til að segja eitthvað.
„Ef þetta er ekki rétt hjá
mér,“ sagði hún og yppti öxl-
um, ,,þá segið mér hvað myndin
merkir."
Hvorugur okkar gat skýrt það
og nokkrum mínútum síðar
kvaddi ég og fór. Ég gat ekki
mikið sagt að skilnaði; að
minnsta kosti gat ég ekki skýrt
þeim frá þeirri sannfæringu
minni, að hver svo sem skýring-
in á myndinni væri, yrði samlífi
þeirra senn lokið . . .
Ég gæti haldið áfram að rekja
svona sögur hundruðum saman.
Árið 1950 er komið með látinn
mann, sem orðið hafði fyrir bíl,
í líkhús í New York. Hann er
klæddur eins og ungir menn
voru kringum 1870; sendibréf
sem hann er með í vasanum er
með póststimpli frá 1876, pen-
ingaseðlar í vösum hans eru frá
sama tíma. Enginn finnst sem
kannast við þennan unga mann,
þótt nafn og heimilisfang sé í
vasa hans. Loks f innst ef tir mikla
leit frásögn í gömlum lögreglu-
skýrslum um ungan mann með
sama nafni, sem hvarf skyndi-
lega frá heimili sínu árið 1876
og fannst aldrei aftur. — Sex-
tán ára gömul stúlka kemur einn
morgun út úr svefnherbergi sínu
með fötin sín í fanginu, því að