Úrval - 01.02.1952, Page 51

Úrval - 01.02.1952, Page 51
ENDURNÝJUNG LlFDAGANNA — EFTIR SJÖTUGT! 49 sem ég verð, þeim mim auðveld- ara veitist mér að hugsa.“ Svo er það Bertrand Russel, sem er 79 ára og er að undir- búa ævisögu sína. Hann kvart- ar yfir því að hann þreytist fljótt, því að hann getur ekki gengið nema átta kílómetra í einu. Þá má nefna Horder lávarð, líflækni konungs, sem ég hitti í lækningastofu sinni í Harley- stræti daginn eftir áttræðisaf- mælið hans. Hann vinnur 12 stundir á dag, en yrkir og dútl- ar í garðinum sínum í frítím- um. Ein af þeim öldruðu konum, sem ég átti tal við, var dr. Hel- en Boyle frá Brighton, 81 árs. Hún stundaði geðlækningar í London og Brighton og hefur nú mikinn áhuga á að koma á fót stofnun, er vinni að auknu samstarfi presta og lækna. Dr. Boyle borðar allt, sem hana lyst- ir, drekkur óhemju mikið af tei — og dálítið af viskí — sefur eina klukkustund seinni hluta dagsins og fer í rúmið klukk- an 2 eftir miðnætti. Það gildir ekki nein föst hegð- unarregla, sem fara verður eft- ir, til þess að verða langlífur; sumir, sem ég talaði við, höfðu aldrei verið veikir, en aðrir höfðu verið veikir allt sitt líf. Sumir eru efnaðir, aðrir fátækir; en enginn hafoi þó látið skortinn buga sig og enginn hafði spillzt af of miklum auði. Allt þetta fólk virðist njóta lífsins í miklu ríkara mæli en venjulegt fólk á miðjum aldri, og ekkert af því virtist óttast dauðann. Það var ekki haldið neinni beiskju eða örvæntingu sem svo mjög ber á hjá gömlu fólki. Þessi gamalmenni voru öll vingjamleg og tillitssöm, og til- finningalíf þeirra bar ekki nein merki hrömunar. Algengasta kvörtun þess var, að það ætti bágt með að muna nöfn. Allt þetta fólk hefur stöðugt beitt gáfum sínum, hefur hald- ið áfram að læra og þroskast; það hefur aldrei þrengt svið á- hugamála sinna. Það er „nú- tímafólk" í beztu merkingu þess orðs. Það sem einkum vakti at- hygli mína var, að í ellinni. þróast ný sköpunarþrá og nýr sköpunarmáttur, sem við höfum lítt veitt eftirtekt til þessa. Ég hitti næstum daglega gam- alt fólk, sem verður gripið þess- ari snöggu sköpunarþrá, þessari löngun til að fræðast og þrosk- ast. Og ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort líf okkar verði ekki auðugra og hamingju- samara, þegar við fömrn að upp- götva þessa óþekktu fjársjóði ellinnar, sem nú em grafnir und- ir eymd hennar og armæðu. Við tölum stundum um að gamalt fólk „gangi í barndóm“. Mín skoðun er sú, að í stað þess- arar hrörnunar hefjist oft í ell- inni nýtt blómaskeið, sem við ættum að uppgötva og hlúa að. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.