Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
ekkjmnaður í miklu afhaldi sak-
ir glaðværðar og glæsimennsku.
Hann Iék á hörpu og hafði gert
einhverja endurbót á því hljóð-
færi, sem enn mun vera í notk-
un. Hann lék og söng í veizlum
og hlotnaðist sá heiður að verða
tónlistarkennari á heimili kon-
ungs, sem átti fjórar ógiftar
dætur. Einn af mestu kaup-
sýslumönnum þeirra tíma,
Paris-Duverney, sem réð miklu
um fjármál ríkisins og búnað
hersins, varð svo hrifinn af þess-
um lífsglaða tónlistarmanni, að
hann hjálpaði honum til að
kaupa sér konunglega sltrifara-
stöðu, sem fylgdi aðalsnafnbót,
og glæsilegt hús í Rue Condé
nærri þeim stað sem Odéonleik-
húsið stendur nú. Faðir aðals-
manns mátti að sjálfsögðu ekki
vera úrsmiður, verzluninni var
Iokað og öll fjölskyldan flutti í
stórhýsið í Rue Condé.
Skömmu eftir að Beaumar-
chais var orðinn aðalsmaður
fór hann í ferðalag til Spánar,
að öðrum þræði í leynilegum
erindagjörðum fyrir Paris-
Duvemey en aðallega til að
verja sæmd einnar systur sinn-
ar. Hún hafði í sex ár verið lof-
'uð spánverja, Glavijo að nafni,
sem hvað eftir annað hafði lof-
að að kvænast henni en sveik
það jafnóðum. Eftir mikil og
nánast kátbrosleg átök varð
hinn ófúsi brúðgumi að láta í
minni pokann. Þetta atvik í lífi
Beaumarchais hefur öðlast
frægð í bókmenntasögunni af
því að Goethe notaði það í leik-
riti sínu ,,CIavigo“.
Beaumarchais dvaldi eitt ár
á Spáni, tók mikinn þátt í sam-
kvæmislífinu og var með ýmis
f járaflaplön á prjónunum. Hann
reyndi m. a. að afla sér einka-
leyfis til sölu á negraþrælum til
nýlendna Spánar, og taldi það
ekki fyrir neðan virðingu sína
að reka smygl í stórum stíl.
Seinna reyndi hann að afla sér
einkaleyfis til sölu á matvælum
handa spænska hernum, en
þrátt fyrir góðan vilja varð
ekkert úr þessum fyrirætluniun.
Síðasta ráðagerð hans á Spáni
varð til eftir að hann hafði
gerzt elskhugi markgreifafrúar
af frönskum ættum, de la Croix
að nafni, sem var „fögur eins
og keisarafrú". Hann ætlaði að
gera hana að hjákonu spánar-
konungs, og hún og Beaumar-
chais áttu síðan að stjóma
landinu í sameiningu. En hann
fór frá Spáni án þess að hafa
aflað sér f jár eða metorða. Þeg-
ar hann kom aftur til Parísar
uppgötvaði hann, að hann var
búinn að missa kennarastöðuna
hjá konungsfjölskyldunni og að
unnusta hans var gift. Hann
leitaði huggunar hjá ríkri
ekkju, Madame Leveque, kvænt-
ist henni og lifði í farsælu
hjónabandi þar til hún dó þrem
árum síðar.
Beaumarchais hóf nú rithöf-
undarferill sinn með því að
skrifa bækling um ferð sína til
Spánar. Hann las þennan bækl-