Úrval - 01.02.1952, Síða 56
Þessi athyg-lisverða grein blrtist nýlega i „Begi“,
og teknr Clrvai sér það bessaleyfi
aS birta hana, örlitiff stytta.
Er íslenzka geitin að deyja út?
Grein úr „Degi“, Akureyri.
T^YRIR nokkru var greint frá
því í opinberum skýrslum
um búfjártölu landsmanna, að
á Öllu landinu væru við áramót
1949 og ’50 aðeins 325 geitur.*
Geitum hefur fækkað mjög
tmdanfarin ár og er ekki annað
sjáanlegt en að innan fárra ára
verði engin geit til á íslandi.
Landnámsmenn fluttu hingað
geitur frá Noregi eins og annan
búpening. Hafa þeir án efa tal-
ið að geitf jár gætu þeir ekki án
verið.
Geita er víða getið í fornsög-
unum. Að dýrleika voru þær
metnar á við sauðfé.
í Jónsbók er talið að 1 kýr,
10 sauðir og 5 geitur þurfi
álika mikið beitiland.
Það er talið nokkum veginn
víst, að síðan á landnámsöld
hafi engar geitur verið fluttar
til landsins. Geitumar hafa
enga íblöndun fengið frá því
fyrsta eða í um 1000 ár. Er
* 1 nýútkomnum Hagtíðindum
segir, að tala geitfjár hafi verið 207
1 árslok 1950. — Ritstj.
þetta út af fyrir sig mjög
merkilegt.
Ekki er vitað um fjölda geit-
fjár til forna, fremur en um
fjölda annarra búfjártegunda.
Fyrstu heimildir um tölu geita
eru frá 1703 og em þá taldar
818. Samkvæmt skýrslum hef-
ur tala þeirra verið sem hér
segir:
Árið 1703 818
— 1770 755
— 1850 914
— 1901 340
— 1930 2983
— 1935 2311
— 1940 1604
— 1945 811
— 1950 325
Af þessum tölum má sjá m.
a. að síðan 1930 hefur geita-
stofninn minnkað jafnt og þétt
og má telja líklegt að innan 10
ára verði engin geit eftir af
þessum 1000 ára gamla stofni,
ef ekki verður breyting á af-
stöðu manna gagnvart þessari
nytjaskepnu.
Geitfé hefur jafnan verið flest
ríkjanna sem sendiherra. Sú sælu og ánægjuríku fjölskyldu-
Viðleitni bar ekki árangur, en lífi ásamt konu sinni, dóttur og
nokkum hluta af eigum sínum systurinni Julie unz hann varð
fékk hann aftur. Hann lifði far- bráðkvaddur árið 1799.