Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 61
VlSINDIN I ÞJÓNUSTU MANNANNA
mínsýru á dag til viðbótar við
matarskammt siim. Hinar tvær
fengu enga glútamínsýru, en
voru hafðar til samanburðar.
Þegar afkvæmin voru orðin
átta vikna, var prófaður hæfi-
leiki þeirra til að leysa af hendi
ýmsar þrautir : opna matarílát
með því að þrýsta á hnappa,
þekkja hluti o. s. frv. Hlutfalls-
lega fleiri af afkvæmum þeirra
mæðra, sem fengið höfðu glúta-
mínsýru gátu leyst þrautimar
og gerðu færri villur en afkvæmi
þeirra mæðra sem höfðu ekki
fengið þessa „heilafæðu“.
— Science News Letter.
Hættuleg öryggisbelti.
Þegar flugvél hrapar til jarð-
ar getur öryggisbeltið, sem far-
þegum er skipað að spenna um
sig, orðið lífshættulegt. Brezkur
læknir, Donald Teare að nafni,
rannsakaði lik 28 manna, sem
fórust í flugslysi við flugvöll-
inn í London, og komst að þeirri
niðurstöðu, að 16 þeirra hefðu
dáið af meiðslum í brjósti
og kviðarholi, tilkomin vegna
þiýstings frá öryggisbeltunum.
1 átta þeirra hafði stóra slagæð-
in frá hjartanu (aorta) rifnað,
en það er ákaflega sjaldgæft
meiðsli, sem kemur að heita má
aldrei fyrir nema í flugslysum.
Tveir sluppu lifandi úr flug-
slysinu og var annar flugþernan,
sem hafði verið aftast í vélinni,
en þar virðist vera öruggasti
staðurinn. Teare hvatti til að
5»
farþegasætunum væri þannig
fjrrirkomið í flugvélunum, að
farþegamir horfðu aftur eftir
vélinni. Hin sérstöku meiðsli,
sem ollu dauða flestra farþeg-
anna í flugslysinu í London,
segir Teare, mundu ekki hafa
komið fyrir, ef farþegamir
„hefðu snúið baki að hreyflunum
og haft bólstmð hægindi við
bakið.“
— Scientifie American.
Kemiskt efni til getnaðarvama ?
Á rannsóknarstofu við háskól-
ann í New York er verið að
reyna dularfullt, kemiskt efni,
sem menn gera sér vonir um
að geti orðið mannkyninu gagn-
legt til að hafa hemil á óhóflegri
fjölgun sinni.
Dr. Eli D. Goldsmith, sem
starfar við læknadeild háskól-
ans, skýrði nýlega frá athyglis-
verðum tilraunum með þetta
efni á músum, á þingi í Vísinda-
akademiu New Yorkborgar, þar
sem fólksfjölgunarvandamálið
og takmörkun bameigna vom
til umræðu.
Dr. Goldsmith vildi ekki láta
uppi hvert efni þetta væri, af
ótta við að farið yrði að nota
það í stómm stíl áður en nauð-
synlegum dýratilraunum væri
lokið og fundinn skammtur, sem
væri hæfilegur og hættulaus
mönnum, en slík ótímabær og
ólögleg notkun gæti orðið hættu-
leg.
Þegar músum er gefið þetta
efni nokkmm dögum eftir að