Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 65
VlSINDIN I ÞJÖNUSTU MANNANNA
63
mál. Af öðrum þjóðum, sem hafa
tippi ráðagerðir um byggingu
kjamorkuvera, má nefna Ind-
land og Brasilíu, en í þeim lönd-
um báðum eru auðugar thorí-
umnámur.
— Scientific American.
Enzým gegn innvortís ígerðum.
„Varidase“ nefnist nýfundið
líffræðilegt efni, sem gerðar
hafa verið tiiraunir með í Le-
derle rannsóknarstöð American
Cyanamid Company. Þetta efni
hefur þann mikilvæga eiginleika
að það leysir upp blóðlifrar,
þykkan gröft og dauða vefi í
djúpstæðum eða innvortis ígerð-
um, án þess að skaða lifandi
vefi. Þessi uppleystu úrgangs-
efni er síðan hægt að sjúga burt
gegnum nál án þess nokkur
skurðaðgerð þurfi að koma til.
Þetta lyf hefur reynzt mjög
skjótvirkt og áhrifaríkt gegn
margvislegum ígerðum, svo sem
hjartabólgu, ígerð í lungum,
heilahimnuberklum, miðeyma-
bólgu, ígerð í skotsárum, bein-
himnu og kjálka- eða ennishöl-
um.
Það hefur verið kunnugt í
nokkur ár, að vissar tegundir
keðjusýkla, ræktaðar við hæfi-
leg skilyrði, gefa frá sér Örlít-
ið af tvennskonar enzýmum, sem
leysa upp gröft og blóðlifrar.
En áður en Lederle rannsóknar-
stöðin hóf tilraunir sínar, var
ekki kunn nein aðferð til að afla
þessara enzýma í nógu stórum
stíl til þess að unnt væri að
gera tilraunir með þau.
Þessi tvö enzým færa skurð-
lækninum máttugt vopn í hend-
ur í baráttunni við ígerðir, sem
-ekki er hægt að komast að með
hnífnum. Margar ígerðir á út-
limum leiða til dreps, aflimun-
ar eða dauða. „Varidase" leysir
samstundis upp allt dautt efni,
örvar blóðrásina til hins sýkta
svæðis og auðveldar þannig
sýklaskæðum lyf jum eins og t. d.
aureomycin að stöðva frekari
skemmdarstarfsemi sýklanna
meðan líkaminn gerir við það
sem skemmdist. „Varidase“ hef-
ur gjörbreytt viðhorfinu til
ígerða í brjóstholi. Ef því er
dælt inn í hið sýkta holrúm, leys-
ir það strax upp allan gröft og
blóðlifrar. Þessi uppleystu úr-
gangsefni, sem hindra að sárið
grói eðlilega, má síðan fjarlægja
með nál eða minniháttar skurð-
aðgerð. Eftir að þetta dauða
efni hefur verið fjarlægt, getur
hið náttúrlega vamarlið líkam-
ans, hvítu blóðkornin, og sýkla-
skæð lyf eins og aureomycin,
ráðist hindranarlaust gegn sýkl-
unum og evtt þeim. Blóðlifrar,
sem safnast í liði, brjóst eða
önnur holrúm líkamans, má
skjótlega leysa upp með „Vari-
dase“.
— Discovery.
Hermennimir skjóta ekki
I U. S. News & World Report
var nýlegt skýrt frá því, að am-
eríski herinn ætlaði að láta rann-