Úrval - 01.02.1952, Page 70
68
ÚRVAL
f jöl og Finninn leggur út árarn-
ar og rær út á vatnið.
Með einhverjum undarlegum
hætti tekst okkur að gera okk-
ur skiljanlega. Kann talar að-
eins finnsku, og auk þess fékk
hann kúlu í höfuðið í stríðinu
og heyrir ekki til mín, jafnvel
þó að hann gæti skilið mig. En
þó segir hann mér brot úr ævi-
sögu sinni og ég segi honum
frá ýmsu, sem á daga mína hef-
ur drifið. Brátt verður Ijóst,
hvert ferðinni er heitið. Þrír
kofar standa með dálitlu milli-
bili í skógarrjóði niður við vatn-
ið. Gömul kona stendur í fjör-
unni og horfir í áttina til okkar.
Smámsaman nálgumst við land
og báturinn tekur niðri. Ég
þakka Finnanum, en geri um
leið þá skyssu, að bjóða honum
borgun. Hann neitar að taka
við borguninni og heldur heim
á leið.
Ég stend einn í skógarrjóðr-
inu; þar er bjálkahús fyrir
miðju og minni byggingar um-
hverfis. Húsið þarna niðri í
fjöruborðinu hlýtur að vera
sau'na — baðstofan. Annað hús,
sem stendur á stólpum, er
birgðaskemman. Tvö eða þrjú
refaskinn hafa verið hengd til
þerris; og meðfram einum kof-
anum hafa gedduhausar verið
þræddir upp á snúru. Ég geng
til gömlu konunnar í fjörunni;
andlit hennar er ellilegt og mjög
hrukkótt, en þó glaðlegt eins
og bamsandlit. Hún er lítið
stærri en stór brúða. Þegar ég
tala, svarar hún ekki, lítur ekki
á mig. Þetta er engin ókurteisi
af hennar hálfu, hún hefur bara
tekið það í sig, að láta sem hún.
hafi ekki orðið mín vör. Ég fer
að virða fyrir mér gedduhaus-
ana, sex kindur, sem þama eru
og lítinn, gulan hund. Brátt
heyri ég mannamál, og fyrir hús-
hornið koma tveir kunningjar
mínir, sem ég er kominn til að
hitta.
Þeir segja mér, að þrjár Scolt-
Lappaf jölskyldur eigi þessi þrjú
hús. Seoltlappar búa nú norðar
í landinu og einungis ein af þess-
um f jölskyldum hefur vetursetu
hér. Bóndinn vinnur við vega-
gerð handan við landamærin i
einum þeirra vinnuflokka, er
Finnar leggja Rússum til sem
greiðslu upp í stríðsskaða-
bæturnar. Hann kemur heim
um helgar, og tekst með hjálp
vinnulaunanna að lifa lappa-
lífi, eins og það hefur tíðk-
ast um aldir — af fiskiveiðum
og hreindýrarækt; og af dýra-
veiðum á vetmm, þegar hægt
er að rekja för villidýra í snjón-
um.
Seinna göngum við um skóg-
inn. Vott laufið hrynur af trján-
um og ofþroskuð ber merjast
undir fótum okkar. ,,Iílustaðu,“
segir maðurinn, sem með mér
er, „þetta hlýtur að vera hrein-
dýr.“
„Hvað?“
„Þetta er bjölluhljóð. Kýr
og kindur eru líka með bjöllur,
en allur búpeningurinn er kom-