Úrval - 01.02.1952, Síða 71
LAND HREINDÝRA OG BJARNA
69
inn í hús. Þetta hlýtur að vera
hreindýr."
Andartaki seinna komu nokk-
ur hreindýr út úr skóginum. Þau
báru hornumprýdd höfuðin hátt
og gengu tígulega yfir mosa-
þemburnar. Þau voru gráskjöld-
ótt og svartskiöldótt, og eitt
var snjóhvitt. I augum Lapp-
anna eru hreindýrin annað og
meira en húsdýr. Að vísu lifa
þeir á hreindýrunum, éta kjöt
þeirra, nota húðirnar í fatnað og
ábreiður og búa til úr þeim skó
og vettlinga, og úr hreindýra-
homum smíða þeir sér verkfæri.
En hreindýrið er einnig félagi
Lappans — og nýtur sinna á-
kveðnu réttinda. Það dregur
sleðann óbeizlað. 1 upphafi ferð-
er er því sagt, hvert það eigi
að fara, og þegar það kemur
á vegamót, nemur það staðar.
Lappinn stígur út úr sleðanum
og leggur prik á veginn. Lapp-
inn gætir bess ávallt, að láta
prikið vísa í þá átt, sem hann
vill ekki fara, því að hreindýrið
er sjálfstæð skepna og fer aldrei
eftir prikinu, heldur velur hinn
veginn.
Hvað Löppunum sjálfum við-
víkur og töframætti þeirra, þá
er rétt eða fullyrða ekki of mik-
ið til eða frá. En eitt er víst.
Lappamir eru gæddir ratvísi,
sem hinn svokallaði siðmennt-
aði maður hefur týnt niður. Ef
þeir væru ekki gæddir þessari
ratvísi, væru þeir löngu útdauð-
ir. 1 skóginum em engin kenni-
leiti og maður sér ekki nema
nokkur hundruð metra frá sér.
Á þessum slóðum eru engin þorp,
aðeins kofar á víð og dreif. Vik-
um saman er niðamyrkur og sést
jafnvel ekki stjarna á himni. Þó
ratar Lappinn án þess að hafa
landabréf eða áttavita, en rat-
vísi hans byggist hvorki á hugs-
un né útreikningi. Hann veit
bara hvert hann á að halda.
Alexis Kivi lýsir þessum merki-
lega hæfileika ljóslega í Brœ'ðr-
unutn sjö. Hann er ekki að tala
um Lappa, heldur um gamlan
finnskan veiðimann, sem var
uppi fyrir hundrað árum:
„Það var enginn sá staður til,
hversu f jarlægur sem hann ann-
ars var, að hann teldi sig elcki
vita í hvaða átt hann var, ef
hann hafði komið þangað einu
sinni. Hann benti þangað strax
með þumalfingrinum; og það
var þýðingarlaust að þrátta við
hann, svo mjög trúði hann á
þennan hæfileika sinn. Ef mað-
ur spurði hann til dæmis: „Hvar
er Vuokattifell ?“ benti hann
strax með þumalfingrinum og
svaraði: „Þarna, horfðu eftir
fingrinum. Kuusamokirkjan er
þar sem litla dældin er, en Vuo-
kattifell er ofurlítið til hægri.“
Þama á norðurslóðum er loft-
ið þunnt og tært, og markalín-
an milli hins mögulega og ó-
mögulega harla óljós. Maður
hættir að kalla eitthvað ótrú-
legt, þó að vísindamennirnir
geti ekki skýrt það. Lapparnir
rata ekki einungis um land sitt
— það er ómótmælanleg stað-