Úrval - 01.02.1952, Side 78
76
ÚRVAL
um í flutningságræðslu fjölg-
aði ört, eða í 90 úr 10—15 á
þrem árum. Ekki munu þó allir
blindir menn geta fengið sjón-
ina með því að græða á þá að-
fengnar hornhimnur. Ef sjón-
taugin eða nethimnan er biluð,
mun endurnýjun á hinum agnar-
litla framglugga ekki koma sjúk-
lingnum að gagni. Skýrslur sýna,
að margar ágræðslur misheppn-
ast; og suraar hinna ágræddu
hornhimna verða skýjaðar og
illa gagnsæjar af ókunnum á-
stæðum. Sé manneskian ekki
því nær blind, ætti hún því held-
ur að láta sér nægja sína eigin
sjón, þótt lítil sé, heldur en að
stofna allri sjóninni í hættu.
Vantar yður nýjan kjálka eða
sköflung eða lið í brotinn hrygg ?
Nú er hægt að fá laus bein eða
beinhluta í stað þessara eða
annarra, til þess að endurbæta
beinagrindina, sem heldur okk-
ur uppi. Þegar þurft hefur að
græða í mann nýjan beinpart,
hefur hingað til orðið að taka
hann af öðru beini í líkama
mannsins sjálfs, eða þá að ein-
hver vinur hans hefur orðið að
ganga undir uppskurð, til þess
að gefa hið nauðsynlega bein-
stykki. En nú þarf skurðlæknir-
inn ekki annað en að ganga nið-
ur í kæliklefa sjúkrahússins og
velja frosið bein, sem hæfir
þeirri aðgerð, er fyrir liggur.
Árið 1946 voru búnir til „beina-
klefar“ í sumum sjúkrahúsum
í New York, þar sem geymd
voru frosin bein í Iokuðum hylkj-
um við 10—20 stiga frost. Birgð-
ir í þessar geymslur f engust þeg-
ar limir voru teknir af fólki og
úr heilbrigðum mönnum, sem
dóu snögglega.
Hinn góði árangur, sem náðst
hefur í flutningi og ágræðslu
beina, er því að þakka, að „vara-
hlutirnir“ eru lifandi frumur,
sem brátt verða óaðgreinanleg-
ur hluti líkamans. Athugun hef-
ur leitt í ljós, að af 104 tilfell-
um voru aðeins f jögur, sem ekki
gengu að öllu leyti að óskum.
Nú eru æ fleiri sjúkrahús
landsins að koma sér upp
,,beinbönkum“. Mun þá ekki
líða á löngu, áður en hvert
hérað hefur sinn frvstiklefa vel
birgan beinum af öllum stærð-
um og gerðum, til viðgerða á
beinagrindum manna í héraðinu.
Aðrir aðfengnir Iíkamshlutar.
Brjósk, sem er víða í líkam-
anum, er seigt, sveigjanlegt efni
og minnir að nokkru Ieyti á sum
plastefni. Brjósk er ómissandi
efni, þegar laga þarf með skurð-
aðgerð skaddað nef, eyru eða
andlit. Áður fyrr var efnið
(brjóskið) tekið úr rifjum eða
af mjaðmarbeinum sjúklingsins
sjálfs. En nú eru til reglulegir
brjósk-bankar. Geymsla á
brjóski er ekki ný uppfinning,
en lengi vel heppnaðist hún
fremur illa, því að brjósk er
efni, sem ekki geymist vel. Loks
fundu menn, að ef það var ge\ant
í kæliskáp í sérstakri saltupp-
lausn, sem skipt var um viku-