Úrval - 01.02.1952, Síða 86
84
ÚRVAL
ur.“ Tíu ára telpa sættir sig
ekki við slíkt svar. Forvitni
hennar vaknar, hún spyr vinkon-
ur sínar og fær svar hjá þeim.
Með því er hættunni boðið heim.
Ef telpan fær ekki skýra og
náttúrlega mynd af tímguninni,
hlýtur hún að gera sér allskon-
ar óhugnanlegar hugmyndir um
hana. Og í augum barns, sem
haldið er í fáfræði um hana,
hlýtur sannleikurinn að vera
eins og martröð. Telpan hættir
að spyrja foreldra sína. Hún
trúir þeim ekki lengur.
Svo byrjar hún í skólanum
og þar birtist henni ný, hræði-
leg opinberun: hún heyrir tal-
að um sjálfa kynferðisathöfnina.
Viðbragð hennar verður það
sama og annarra barna frá
heimilum þar sem börnunum er
sem mest hlíft við öllum óþæg-
indum: hún vill ekki trúa þessu.
Hún hugsar sem svo: þá hljóta
mamma og pabbi líka að hafa
gert það, og slíkt er óhugsandi.
Með þessu er siðgæðisgrunn-
inum kippt undan fótum hennar.
Foreldramir glata virðingu
hennar; þau eru bæði hræsn-
árar og lygarar. Það er varla
að henni geti þótt vænt um þau
lengur.
Að sjálfsögðu er ekki auðvelt
að hlífa litlu telpunni við áfall-
inu af þessari uppgötvun, sem
hún hlýtur að gera fyrr eða síð-
ar. En mikið er hægt að gera
til að draga úr því. Fyrst og
fremst verða foreldrarnir að
reyna að viðhalda trúnaðar-
trausti barnsins og skýra fyrir
því blátt áfram og greinilega.
hvernig börnin fæðast í heiminn.
Þar næst verða þau að reyna
að svipta burt þeim ógeðslega
hjúp hræsni og fjölþreifni, sem
fólk umvefur kynferðisathöfn-
ina.
Vandamálið er auðveldara en
menn halda. f þeim löndum, þar
sem tekin hefur verið upp
fræðsla í kynferðismálum í skól-
um, hefur komið í ljós, að kenn-
ararnir geta auðveldlega skýrt
fyrir börnunum gang tímgunar-
innar með einföldum dæmum:
úr ríki jurtanna, skordýranna
o. s. frv. Undir eins og börnin
hafa skilið, að ný jurt, nýtt skor-
dýr eða nýr maður verður til
við samruna tveggja fruma, sína
frá hvoru kyni, trúa þau því
strax, að þessi samruni getur
ekki skeð fjmr en á vissum aldri,
á sama hátt og þau vita, að
drengjum fer ekki að spretta
grön fyrr en þeir eru fullorðnir.
Reyndin er þó sú, að óhugn-
anlega mörg börn komast á kyn-
ólguskeiðið án þess að vita neitt
um þesssi mál, og verða hin
miklu umskipti þeim því þung-
bærari en ella. Sérhver móðir
verður að skilja, að það er skylda
hennar að búa dóttur sína und-
ir þá erfiðleika, sem hún á í
vændum. Ef hún gerir það, get-
ur hún forðað henni frá alvar-
legri taugaveiklun, sem jafnvel
getur leitt til þess að hún fyll-
ist ótta við tilhugsunina um að
eignast bam.