Úrval - 01.02.1952, Page 92
:90
TJRVAL
ég af stað til Carville sjúkra-
hússins, þar sem ég átti að vera
í sóttkví og fá lækningu. Ég
hafði aldrei heyrt getið um Car-
ville, og nafnið eitt fyllti mig
hryllingi, en þó vildi ég komast
burt frá þeim sem ég unni, svo
ég smitaði þá ekki.
Aðeins einn vinur okkar, auk
Róberts og fjölskyldunnar, vissi
um ástæðuna fyrir brottför
minni, og það var tekið af hon-
um þagnarheit. — Öðrum var
sagt, að ég yrði að fara burt
mér til hvíldar og hressingar,
þar eð hætta væri á að ég veikt-
ist af berklum að öðrum kosti.
Það var látið heita svo, að ég
myndi dvelja hjá frænku minni
í öðru fylki, og hún lofaði að
senda mér þau bréf, sem kynnu
að berast.
Þetta var upphaf hinnar
miklu og margvíslegu leyndar-
ráðstafana, sem ég varð að búa
við um mörg ár.
Það var langur akstur til
Carville, og snertingin við hand-
legg Róberts, þegar vagninn
hossaðist á holóttum veginum,
var mér til mikillar huggunnar.
Mér hafði löngum verið kær
þessi vegur og útsýnið frá hon-
um, en þennan dag sáu augu
mín ekkert. Ég starði aðeins
framundan mér og beið þess
kvíðafull að ég kæmist á leið-
arenda, þar sem útskúfunin
beið mín.
Við ókum fyrir bugðu á veg-
inum, og allt í einu blasti holds-
veikraspítalinn við augum —
reisuleg, gamaldags bygging,
umkringd háum eikartrjám.
Umhverfis aðalbygginguna
stóðu lítil timburhús á víð og
dreif og tvær kapellur, en allt
landssvæðið var girt með hárri
girðingu og efst á henni voru
gaddavírsstrengir. Þetta var
Carville, hinn litli og einangr-
aði heimur á bakka Missisippi-
fijótsins.
Systir Katrín tók á móti mér
í aðalbyggingunni. Hún faðm-
aði mig að sér og kyssti mig
innilega. Síðan stakk hún upp
á því að við færum út í kapell-
una, og þar heyrði ég hana
biðja fyrir bata mínum. Við
báðum með henni í hljóði.
Við fórum með farangur minn
inn í lítið íburðarlaust herbergi
í einu af smáhýsunum, þar sem
ég átti að dvelja. Þar kvaddi ég
mömmu og Róbert. Ég lofaði
þeim, að ég skyldi vera þæg,
gera allt, sem ég ætti að gera
og láta mér batna svo að ég
gæti komið heim. „Þetta verð-
ur ekki langur tími,“ sögðum
við.
Ég fór út á hlaðið, þegar þau
óku burt, og augu mín fylltust
tárum. Svo fór ég að virða hús-
ið fyrir mér. Hvert hús var ætl-
að fyrir tólf sjúklinga og ég sá,
að nokkrar konur höfðu_ safn-
ast saman á tröppunum. Ég fór
að horfa á þessar væntanlegu
sambýliskonur mínar, og í
fyrsta skipti tók ég eftir af-
skræmingu í útliti þeirra, það
bar að vísu ekki mikið á sjúk-