Úrval - 01.02.1952, Síða 96

Úrval - 01.02.1952, Síða 96
94 ÚRVAL dró ég mig í hlé og tók engan þátt í þeim. Þegar kom fram í júní, varð hitinn óþolandi. Ég hataði hina löngu, heitu daga. Það var sama hvaða matur var á borðum, hann var allur jafn ólystugur, og chaulmoograolían varð svo viðbjóðsleg, að ég gat varla komio henni niður. Ég þráði dag og nótt að komazt heim til for- eldra minna og unnusta, og ég grét mikið. Um jólin fékk ég leyfi til að dvelja heima í eina viku. Ég var einn af fyrstu sjúklingunum í Carville, sem naut þessara for- réttinda. Áður var leyfi einung- is veitt í einstaka tilfellum, svo sem vegna veikinda eða dauðs- falls í fjölskyldu sjúklingsins, og þá því aðeins, að gæzlumað- ur frá spítalanum fylgdi hon- um. Róbert sótti mig, af því að mér var bannað að ferðast með almenningsvögnum. Hann var nú nýútskrifaður læknir og því óhræddur við sjúkdóm minn. Við töluðum mikið saman og sungum alla leiðina til Nev/ Or- leans. Mér fannst gamla húsið okk- ar vera dásamlegasta höllin í veröldinni. Yngri börnin, sem ekki vissu um sjúkdóm minn, þyrptust kring um mig og ávít- uð mig fyrir að hafa verið svona lengi í burtu. Og ég, sem þráði svo mjög að þrýsta þeim að mér og gæla við þau, varð að ýta þeim frá mér. „Systir er kvefuð," sagði ég. „Þið megið ekki kyssa mig núna, elskum- ar mínar.“ Ysinn hljóðnaði and- artak,, og mér varð ljóst, að líf- ið heima gæti aldrei orðið eins og það hafði verið áður. Enda þótt sjúkdómurinn sé ekki næmur, viðhafði ég ítrustu varúðarreglur. Ég vildi ekki sofa í gamla herberginu mínu, en svaf í öðru herbergi. Ég sauð hvern disk, sem ég snerti. Ég sótthreinsaði baðherbergið í hvert sliipti, sem ég notaði það. En þrátt fyrir allar þessar varúðarregiur, var mér engan veginn rótt. Ég lifði við þessa sjálfspynt- ingu í viku. Pabbi og mamma vildu að ég hitti vini og kunn- ingja, en ég var mesti klaufi að Ijúga og vildi ekki hætta á að verða spurð um „dvöl mína í Texas“. Þegar ég sá að þeim var þetta vonbrigði, skyggði það líka á gleði mína og ég þráði það eitt, að komast burt. Þegar ég kom aftur til Carville, fannst mér spítalinn einhvern- veginn ekki eins ægilegur og mér hafði virst hann, þegar ég sá hann í fyrsta sinn. * Um næstu jól var viðbjóðs- iega chaulmoograolían loks far- in að hafa áhrif. Enda þótt ég væri ennþá jákvæð við hinar mánaðarlegu prófanir, voru Ijósrauðu blettimir alveg horfn- ir, og allt virtist benda til þess, að ég myndi sigrast á hinum leynda óvini.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.