Úrval - 01.02.1952, Page 97

Úrval - 01.02.1952, Page 97
KRAFTAVERKIÐ I CARVILLE En nokkrum vikum seinna kom í Ijós, hvers sjúkdómurinn var megnugur. Ég fékk kláða í fætuma og eftir nokkrar klukkustundir voru þeir þaktir útbrotum. „Þér skuluð ekki óttast þetta, það hverfur,“ sagði dr. Jo, en ég sá, að hann hafði orðið fyrir vonbrigðum. En ég mátti ekki missa kjarkinn, heldur berjast áfram eins og bezt ég gat. Þriðja vorið, sem ég dvaldi í CarviIIe, bauðst mér enn nýtt starf. Rannsóknarstofan átti að færa út kvíarnar og það vantaði starfsmann. Að vísu var vinnu- tíminn lengri en við kennsluna og kaupið hlutfallslega lægra, en mig langaði til að fá tæki- færi til þess að kynnast óvinin- um, sem herjaði líkama minn, svo að ég yrði færari um að berjast gegn honum. Systir Hilary, sem starfaði á rannsóknarstofunni sem lyfja- fræðingur og tæknilegur ráðu- nautur, átti að segja mér til. Hún byrjaði á því að skýra mér frá öllu, sem vitað var um Hansensveikina. Hansenssýkilinn dregur nafn sitt af norskum vísindamanni, Gerhard H. A. Hansen, sem fann hann fyrstur manna árið 1873. Undir smásjánni er sýkillinn Ijósrauður og staflaga og svo líkur berkíasýklinum, að erfitt er að þekkja þá í sundur. Hundr- uð tilrauna hafa verið gerðar, víðsvegar um heim, til þess að reyna að rækta sýkilinn, en þær 9& hafa allar mistekizt; sömuleiðis hafa allar tilraunir til að dæla honum í dýr orðið árangurs- iausar. Samkvæmt einni kenningu er „Hansensveikin fyrst lengi eins og fahnn eldur, blossar síð- an upp, rennur skeið sitt á enda og batnar síðan. Sjúkdómurinn batnar yfirleitt af sjálfu sér. Ef hægt er að verja sjúklinginn fyrir öðrum veikindum, eru batahorfur góðar.“ Minna en 1% sjúklinganna í Carville deyja úr Hansensveiki. Vegna minnkaðs mótstöðuafls deyja þeir flestir úr nýrnaveiki, hjartasjúkdómum, berklum og öðrurn fylgikvillum. Það er eitt einkenni holds- veikinnar, að sjúklingurinn er oft jákvæður við Wassermann- próf. Af því leiðir, að læknir, sem er algerlega grunlaus um holdsveiki, kann að fyrirskipa syfilismeðferð, sem er mjög skaðleg fyrir sjúkling með Han- sensveiki. Þegar sjúklingurinn finnur loks lækni, sem ber kennsl á sjúkdóminn — stundum tíu ár- um seinna — þá getur veikin verið orðin ólæknandi. Rýrn- un beinanna er algengt fyrir- brigði hjá holdsveikum, vegna skorts á kalki í blóðinu. Þetta veldur styttingu fingr- anna og tánna, sem aftur er orsök þess hindurvitnis, að kögglarnir detti blátt áfram af. Þegar systir Hilary tók rönt- genmynd af mér, varð ég hissa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.