Úrval - 01.02.1952, Síða 101
KRAFTAVERKIÐ í CARVILLE
99
í heiminn, meðan við vorum
hæði veik, því að þá hefðum við
annaðhvort orðið að láta barnið
í fóstur til annarra eða hætta á
að ala það upp sjálf, en þá voru
50% líkur til að það smitaðist
og sjúkdómurinn brytist út
seinna á ævinni.
Það var jafnerfitt að hugsa
sér ást án hjónabands og hjóna-
band án barna. Við sem játura
kaþólska trú, teljum getnaðar-
varnir syndsamlegt athæfi. Ég
vissi, að mér myndi líða illa, ef
ég bryti á móti guðs boðum og
afneitaði trú minni, sem var
svo ríkur þáttur í lífi mínu.
Ég reyndi að skýra tilfinn-
ingar mínar fyrir Harry. Hann
var ekki kaþólskur, en virtist
þó skilja mig. Það var ekkert
annað að gera en að bíða. Brátt
var I-larry búinn að vera nei-
kvæður í níu mánuði af tólf,
sem kraíist var, en ég í tvo
mánuði. Við vorum handviss um
að hann væri sloppinn og að ég
myndi útskrifast rétt á eftir
honum. Eftir fáeina mánuði
værurn við frjáls . . .
*
En svo skeði það — í tíunda
skiptið var Harry jákvæður.
Okkur varð svo mikið um
þetta, að við gátum ekki komið
upp orði. Dögum saman sinnti
Harry störfum sínum náfölur
og tekinn í andliti. Svo kom
hann til mín. Hann hafði tekið
ákvörðun. Ef hann átti nokk-
urntíma að sleppa frá Carville
og byrja lífið á nýjan leik, þá
varð hann að gera það nú, með-
an hann var ungur og líkamlega
hraustur. Síðasta prófunin hafði
hrundið honum aftur á bak um
eiti ár. Carville hafði elcki upp
á annað að bjóða en Chaulmoo-
graoiíuna, sem margir holds-
veikissérfræðingar töldu gagns-
lausa, og sem hann gat auk þess
keypt í lyfjabúðum „fyrir ut-
an“.
„Ég vildi að þú gætir komið
með mér, Betty,“ sagði hann.
Ég svaraði engu.
Við höfðu í fyrstu talið það
rangt og ámælisvert, þegar
sjúklingar hurfu frá Carville
„gegnum gat á girðingunni“.
En nú vissum við, að þegar
sjúklingarnir útskrifuðust á
venjulegan hátt, var það oftast
of seint. Sjúklingur, sem var
orðinn gamall og bæklaður, átti
erfitt rneð að bjarga sér. Margir
höfðu verið svo lengi í stofnun-
inni, að þeir áttu ekki lengur
neinn að, er gæti liðsinnt þeim,
þegar þeir útskrifuðust, og því
kusu þeir að bera beinin í Car-
ville. Þessar döpru, glötuðu
manneskjur, sem höfðu öðlaat
heilsuna aftur með því að fórna
lífi sínu, voru brjósturnkennan-
legastar af öllum sjúklingunum.
Mig hryllti við því að verða eins
og þær, og Harry óttaðist það
engu rninna en ég.
Ef við gerðurn alvöru úr
því að hverfa á brott án leyf-
is, myndu dagblöðin birta
stórar, hrollvekjandi fyrir-
sagnir: „Holdsveikissjúklingar