Úrval - 01.02.1952, Page 105

Úrval - 01.02.1952, Page 105
KRAFTAVERKIÐ í CARVILLE 103 va.rð að muna eftir því að kalla eiginmann minn Harry — nafni, sem við höfðum ekki notað nema í Carville — og hann varð að kalla mig Betty. Mér fannst bæði nöfnin vera óþjál og óvið- kunnanleg. Við vorum lögð inn á sjúkra- deildina til rannsóknar, og rnargir af vinum okkar rneðal starfsfólks og sjúklinga komu að heilsa upp á okkur um kvöld- ið. Það var gaman að hitta þá. En við höfðum brotið reglur stofnunarinnar og gátum því ekki vænzt að sleppa alveg við refsingu. Þegar rannsókninni á heilsufari okkar var lokið, liófst „refsingin“. Harry var settur í fangaklefa, sem var í spítalan- um, og ég var lokuð inni í skála, þar sem rimlar voru fyrir gluggunum, og ætlaður var geð- veikissjúklingum. Þarna urðum við að dúsa í 30 daga. Miklar umbætur höfðu verið gerðar á Carville meðan við Harry vorum í burtu. Gamla sjúkradeildin var horfin og ný- tízku sjúkrahús komið í stað- inn. í því voru 65 herbergi fyrir rúmlæga sjúklinga, nudd- og ljósstofur, skrifstofur fyrir lælma og hjúkrunarkonur, og það, sem mér þótti mest um vert, nýtízku rannsóknastofa. Hún var gerólík gömlu rann- sóknastofunni, sem við Harry höfðum starfað við. Og auk þess voru stórkostlegri framkvæmd- ir í aðsigi, því að það átti að flytja litlu smáhýsin burt og fcyggja vönduð tveggja hæða hús fyrir sjúklingana. Sumar af umbótunum mátti ef til vill kalla smávægilegar, en þær höfðu engu að síður geysi- mikla þýðingu fyrir sjúkling- ana, eins og t. d .langlínusím- inn, sem settur var í matsalinn. Enginn nema sjúklingur, sem árum saman hefur verið svipt- ur öllu samneyti við ástvini sína, er fær um að meta hvers virði slík umbót er. En ekki voru allar breyting- ar til bóta. Okkur Harry leizt ekki vel á ástand „gömlu sjúkl- inganna". Flestum þeirra hafði hrakað, margir voru þungt haldnir og margir blindir. Á hverjum rnorgni, þegar við Harry hittumst, vorum við vön að spyrja hvort annað með kvíðablandinni rödd, hvort við hefðum séð þennan eða hinn sjúklinginn. Stanley var sami heiðurs- maðurinn og hann hafði alltaf verið, en nú var hann orðinn blindur, eftir margra mánaða þrotlausar kvalir í augunum. Að undanteknum einum dreng og einni telpu sem höfðu út- skrifast, var allt ungviðið, sem verið hafði okkur samtímis í Carville, ýmist dáið eða mjög langt leitt af veikinni. „Hvað kom fyrir?“ spurði Harry, og honum var sagt, að árið 1935 hefði geysað malaríu- faraldur í spítalanum, og við það hefði mótstöðuafl sjúkling- anna gegn holdsveikinni minnk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.