Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 107

Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 107
KRAFTAVERKIÐ 1 CARVILLE 105 höfðu reynt öll hugsanleg lyf við holdsveikinni, höfðu mikinn áhuga á að reyna súlfalyfin, og dr. Jo var þess ekki hvað sízt hvetjandi. Ég var hrædd, því að ég vissi að súlfalyfin eru eiturefni og geta verið hættuleg. En Harry lét sig ekki. „Ég reyni allt, sem gefur einhverja von,“ sagði hann. Tilraunimar fengu mjög á Harry, eins og ég hafði búizt við. Hann varð mjög tauga- óstyrkur og átti sérstaklega erf- itt með að þola hávaða. En sár- in í munni hans tóku að batna og sömuleiðis stíflan í nefinu. En nokkrum vikum seinna fékk hann slæma augnbólgu með sótthita og varð að leggjast inn á sjúkradeildina. Af hinum níu sjúklingum, sem fengið höfðu súlfalyfið, voru nú sex rúmfast- ir og illa haldnir af eiturverk- unum þess. Þegar það kom þannig í ljós, að sjúklingamir þoldu ekki lyfið til langframa, var hætt við tilraunina. Harry batnaði að vísu í aug- unum, þegar hætt var að gefa honum lyfið, en í þess stað versnaði honum aftur í munn- inum og nefinu. Von bráðar var heilsufar hans engu betra en það hafði verið fyrir tilraun- ina. Þegar Harry var sæmilega hress, gerðum við okkur ýmis- legt tii dægrastyttingar. Við fórum á kvikmyndasýningar, sóttum fundi og heimsóttum aðra sjúklinga. Harry var ekki fær um að vinna líkamlega vinnu, en hann var kjörinn rit- ari í félagi sjúklinganna og fékk fyrir það 10 dollara á mánuði. Þessi upphæð, ásamt því sem ég gat aurað saman, nægði til þess að fleyta okkur áfram. Stanley var nú farinn að sætta sig við hið ömurlega hlut- skipti sitt að vera blindur. Enn sem fyrr hugsaði hann um það eitt, hvernig hann gæti orðið sjúklingunum að liði. Hann safnaði ritgerðum sérfræðinga um það, hve smitunarhætta af holdsveiki væri lítil, og hann safnaði einnig vottfestum skýrslum um slæma meðferð holdsveikisjúklinga, hvernig sumir hefðu verið fluttir til Carville í hlekkjum, höfuðsetn- ir af vopnuðum vörðum, og hvernig farið hefði verið með aðra eins og óargadýr, í öðrum sjúkrahúsum. Hversu oft spurð- um við okkur þessarar spurn- ingar: Af hverju stafar þett.a? Hvernig stendur á því, að við erum fórnardýr viðurstyggilegs orðs, sem brennimerkir okkur og gerir sjúkdóminn miklu ægi- legri en hann er í raun og veru ? Loks gat Stanley ekki lengur á sér setið. Það var hægt að berjast gegn brennimerkinu, en það var aðeins mögulegt með öflugri upplýsingarstarfsemi. Hann afréð að .endurvekja Stjörnuna, sem hafði hætt að korna út, þegar honum fór að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.