Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
að þeir yrðu blindir. Nú stóð til
að reyna annað nýtt lyf, strepto-
mycin. Frú Hornbostel var með-
al þeirra tíu sjúklinga, sem gefa
átti streptomycinið til reynslu.
Frú Hornbostel lét tilraunirn-
ar ekki á sig fá; þvert á móti
fór hún nú að aðstoða okkur
við útgáfu Stjörnunnar. Maður
hennar leigði sér herbergi
skammt frá spítalanum, en
klukkan sjö á hverjum morgni
var hann kominn til okkar og
vann með okkur til kvölds.
Það er ekki ofmælt, að koma
Hornbostelhjónanna hafi hleypt
nýju lífi og fjöri í Carville.
Frú Hornbostel fékk fjölda
bréfa á degi hverjum; þau voru
frá blaðamönnum, sem voru að
biðja hana um efni í blaðagrein-
ar. Margt fólk kom líka í
heimsókn til hennar, og þetta
hafði þau áhrif, að sjúklingar,
sem áður höi'ðu verið hlédræg-
ir, fóru nú að óska eftir gest-
um.
Koma Hornbostelhjónanna
hafði líka mikil og góð áhrif á
baráttu okkar. Þau voru bæði
kunnar manneskjur, og kjark-
ur þeirra varð málstað okkar
til ómetanlegs gagns. Það er nú
nokkur tími síðan frú Florn-
bostel útskrifaðist, en ennþá
heldur hún áfram baráttu sinni
fyrir réttum skilningi á holds-
veikinni. —
Stanley hafði barizt eins og
hetja, og þótt fullur sigur hefði
ekki unnizt enn, gat hann ekki
verið langt undan. Við vorum
þakklát fyrir að hafa fengið
að taka þátt í þessari baráttu,
þótt af veikum mætti væri, og
við hrifumst af að sjá, hvernig
þessi blindi og bæklaði maðiir
braut niður 6000 ára gamlan
múr hindurvitna, sem hlað-
izt hafði kringum eitt sjúk-
dómsheiti.
*
Árið 1946 var dánartalan
lægri en nokkru sinni áður í
sögu spítalans og alörei höfðu
jafnmargir sjúklingar útskrif-
ast, eða 38, en það voru f jórum
sinnum fleiri en áður en farið
var að nota promin-diasonelyf-
in. Þessi lyf gerðu slík krafta-
verk, að jafnvel þeir, sem sjúk-
astir voru, fóru að gera sér von-
ir um bata.
í desember reyndist Harry
neikvæður í tólfta sinn. Hið
ómögulega hafði skeð — eftir
19 ár! Harry var útskrifaður,
hann gat farið allra sinna ferða,
hann var frjáls!
En tveggja áratuga barátta
við veikina hlaut að skilja eftir
ör. Vöðvarnir í höndum hans
höfðu rýrnað og tilfinningin
dofnað; hann myndi aldrei geta
unnið erfiðisvinnu framar. En
við höfðum sparað saman það
mikið fé, að við gátum lifað
áhyggjulaus í eitt ár, meðan
við værurn að svipast um eftir
heppilegri atvinnu.
Iiarry vildi auðvitað ekki
fara, fyrr en ég væri líka út-
skrifuð, og þar sem ég átti eft-
ir að láta prófa mig tvisvar