Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 113

Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 113
KRAFTAVERKIÐ 1 CARVILLE 111 enn, þá gegndi hann stöðu sinni áfram. Við létum foreldra okk- ar ekki vita um það, að ég væri orðin neikvæð. Við sögðum þeim jafnvel ekki frá því, að Harry væri útskrifaður. Við höfðum orðið fyrir of miklum vonbrigðum til þess að hætta á slíkt að svo stöddu. En ég var líka neikvæð í 11. skiptið, og einhvernveginn leið næsti mánuður. Hinn 3. febrúar 1947, lagði ég leið mína til rannsóknarstof- unnar, því að nú átti að prófa mig í 12. skiptið. Ég reyndi að bera mig vel og leyna geðs- hræringu minni. Ég vann allan daginn í skrifstofu Stjörnunn- ar, því að ég vissi, að það væri hollast fyrir taugakerfið, að ég væri önnum kafin. Harry var aftur á móti á sífelldum þönum milli skrifstofunnar og rann- sóknarstofunnar, unz úrslitin voru kunn, þá kom hann þjót- andi og ljómaði svo af fögnuði, að hann þurfti ekki að segja mér fréttirnar. Ég var neikvæð! Ég þakkaði guði, að þetta skyldi allt vera liðið hjá. Nú fannst mér ég loks vera orðin heilbrigð og frjáls manneskja, og með titrandi höndum tók ég upp púðurdósina mína, púðraði á mér nefið og skoðaði andlit mitt vandlega. Það bar engin merki sjúkdómsins sem ég hafði þjáðst af í 20 ár, en hug- arstríð hálfrar ævi leyndi sér ekki. Ég hafði raunar lifað margar mannsævir í Carville. Ég hafði séð marga farast, þótt. þeir yi'ðu ekki allir dauðanum að bráð. Hve mörgum hefði ekki mátt bjarga, ef súlfalyfin hefðu fundizt fyrr! Það gekk mikið á næstu vik- ur. Vinir og kunningjar héldu okkur mörg samsæti. Skyldfólk okkar var frá sér numið af fögnuði og bauð okkur að dvelja hjá sér, og við fengum einnig mörg heimboð frá lesendum Stjörnunnar. Okkur gekk illa að koma vinum og skyldmenn- um í skilning um, að enda þótt starfsþrek okkar væri að sjálf- sögðu lamað eftir veikindin, þá vildum við reyna að bjargast á eigin spýtur. Okkur var ljóst, að við myndum sakna Stjörnunnar og baráttu liennar, en við vorum þó glöð yfir því, að það hafði gengið vonum betur að veita almenningi sanna fræðslu um holdsveikina, og að þeir dagar voru nú liðnir, þeg- ar það var talinn refsiverður glæpur að hýsa holdsveika manneskju, hvort sem um var að ræða móður, föður, eigin- mann, eiginkonu eða bam. Og það var okkur ekki síður fagn- aðarefni, að vísindamönnum hafði loks tekizt að finna upp lyf, sem gat unnið bug á þess- ari hræðilegu veiki. Við höfðum sparað saman nægilegt fé til þess að geta keypt okkur bíl, en að öðru leyti voru framtíðaráætlanir okkar fremur óljósar. En við vorum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.