Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 114
112
URVAL
eins og aðrir elskendur, sem
ætla að fara að gifta sig —
okkur var það eitt nóg tilhlökk-
unarefni að fá að lifa saman í
baráttu daglegs lífs. En hvað
það yrði gaman að fara í búðir
og skoða varninginn sem þar
var á boðstólum, allskonar
matvæli, hatta, fatnað og skó;
sumt af þessu höfðum við aldrei
séð, en öðru höfðum við gleymt.
Við vorum þess fullviss, að við
myndum aldrei lifa leiðinlegan
dag framar.
Daginn áður en við Harry
fórum alfarin frá Carville,
kvöddum við sjúklingana, syst-
urnar og læknana. En þegar
kyrrð var komin á um kvöldið,
lagði ég í síðasta sinn leið mína
inn í litlu kapelluna, til þess að
þakka guði miskunnsemi hans
og biðja hann um áframhald-
andi hjálp okkur til handa.
Við höfðum ekki sagt neinum
nákvæmlega frá brottfarar-
stundinni, en þegar Harry kom
inn í anddyrið á bústaðnum
mínum næsta morgun, vissu
„stúlkurnar" sem þar bjuggu,
hvað til stóð. Þær þyrptust að
dyrunum, til þess að geta kvatt
okkur, þegar við komum út. Dr.
Jo og kona hans kvöddu okkur
við hliðið og óskuðu okkur
gæfu og gengis.
*
Þegar við ókum gegnum járn-
hlið einangrunarinnar út í
hinn frjálsa, en fallvalta heim,
sem okkur hafði dreymt svo
lengi um, horfði ég með tár-
votum augum á spítalabygging-
arnar og gaddavírsgirta trjá-
garðinn, þar sem við Harry
höfðum eytt svo miklum hluta
af ævi okkar. Nú virtust hin
20 glötuðu ár — ár þjáninga og
baráttu — vera hégómi saman-
borið við þann andlega þroska,
sem við höfðum öðlazt, vegna
þungbærrar reynslu veikinda-
áranna.
(X) ★ oo
JTJ? |VÁ J Ritstjóri: Gisli Ólafsson, Leifsgötu 16. Af-
11. V JS. Aj greiðsla Tjamargötu 4, pósthólf 365, Reykjavik.
Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti í lausasölu.
Áskriftarverð 52 kr. árgangurinn, sem greiðist fyTirfram. Áskrifend-
ur i Reykjavík geta hringt í síma 1174 og beðið um að greiðslan
verði sótt til sin. Utanáskrift tímaritsins er: tJrval, pósthólf 365,
Reykjavík.
UTGEFANDI: steindórspkent h.f.