Úrval - 01.02.1952, Page 116
Spurt og svarað.
Herra ritstjóri!
Ég vil láta í ljós ánægju mína
og þakkir fyrir þá nýbreytni, sem
Hrval hefur nú í hyggju að fram-
kvæma með tilvonandi spuminga-
þætti fyrir lesendur sína. Það er
einlæg ósk mín, að þáttur þessi
megi heppnast vel og verða til
að auka vinsældir þessa ágæta
rits, sem að mínum dómi er eitt
hið bezta hérlendis. Þó finnst mér
og fleirum, sem ég hef haft tal
af, því miður ekki vera eins mik-
ið úrval að finna i nýjustu heft-
unum eins og þeim fyrstu. —
Nú vil ég leyfa mér að bera
fram nokkrar spurningar til hins
nýja þáttar, um leið og ég býð
hann velkominn.
1. Er hægt að bæta aðlögunar-
tap augasteinsins með öðrum ráð-
rnn en gleraugum, svo að fullu
gagni megi koma, og hver er or-
sökin fyrir því, að augasteinninn
missir aðlögimarhæfileika sinn?
2. Ég hef áhuga fyrir að fá
einhverjar upplýsingar um rithöf-
undinn Vicki Baum. Um þjóðerni
hans, hvort hann er karl eða kona
og annað slíkt.
3. Mun þessi þáttur svara
spurningum varðandi kynferðis-
vandamál nútímans. (Þar á ég
aðeins við spurningar, sem sam-
ræmzt geta almennri siðsemi, án
þess þó að bera um of teprukennd-
an og hikandi blæ?
Með fyrirfram þökk fyrir ótvl-
ræð og greinargóð svör.
Einlæg kveðja.
P. Ingólfsson.
Svar: 1. Aðlögunartap auga-
steinsins er ekki hægt að bæta
með öðru móti en gleraugum.
Hinsvegar hafa nokkuð verið gerð-
ar tilraimir með vissar augnæf-
ingar, og telja þeir sem að þeim
hafa staðið, að með þeim megi
stöðva að meira eða minna leyti
aðlögunartap sem er i vexti. Ekki
eru læknar þó á eitt sáttir um
árangur slíkra æfinga. Aðlögrunar-
tap augasteinsins er i því fólgið,
að hin náttúrlega þensla han3
minnkar með aldrinum. Þegar
augað er i hvíld, toga vöðvar auga-
steinsins í hann, svo að hann verð-
ur tiltölulega flatur. Ef auganu
er beint að einhverju, sem nærri
er, slaka þessir vöðvar á þenslu
sinni og þá hefur hin náttúrlega
þensla í augasteininum þau áhrif
að augasteinninn verður kúptari.
Það er þessi hæfileiki augasteins-
ins til að verða kúptari þegar
vöðvar hans slaka á spennu sinni,
sem þverr með aldrinum og veld-
ur aðlögunartapinu.
2. Vicki Baum er kona af þýzk-
um ættum, fædd i Vin 1888. Byrj-
aði listamannsferil sinn sem
hörpuleikari og hélt fyrstu hljóm-
Framhald á 3. kápusiðu.
STEINDÓRSPRENT H.F.