Úrval - 01.10.1954, Síða 2
Hefurðu heyrt ....
Framhald af 3. kápusíðu.
að þrátt fyrir miklar framfarir á
ýmsum sviðum lráir það vísind-
um nútímans mjög, að þau
hafa ekkert sameiginlegt
tungumál. Fram á miðja 16.
öld voru öll lærð rit og ritgerð-
ir skrifuð á latínu. Nú verður
vísindamaður að geta lesið fag-
bókmenntir á öllum helztu
menningarmálum heims til
þess að fylgjast með í grein
sinni.
að orðið mandarín er ekki kin-
verska heldur portúgalska. Það
er myndað af orðinu mandar,
sem þýðir að skipa fyrir.
Mandarín merkir þannig fyrir-
skipanda eða embættismann.
Á kínversku er samsvarandi
orð kuan.
að hin blóðugu Indíánastríð í Ame-
ríku, sem orðið hafa efniviður
í ótalmargar rómantiskár Indí-
ánasögur, hófust fyrir 100 árum
með þvi að Sioux-Indíáni lagði
hald á kú, sem hafði strokið.
Afleiðingin var hið svonefnda
Grattanblóðbað, sem hafði í för
með sér hefndarráðstafanir og
refsileiðangra, unz stríðið var
komið i fullan gang.
að árásin á Bastilluna, sem gaf
Frökkum þjóðhátíðardag sinn,
var alls ekki árás. Hið gamla
fangelsi var orðið svo hrörlegt,
að til stóð að rifa það. Eftir
samninga við lýðinn, sem safn-
ast hafði fyrir utan, voru hlið
þess opnuð og lýðurinn ruddist
inn til að safna vopnum handa
borgarliðinu. Gildi þessa at-
burðár fyrir byltinguna var því
meira táknrænt en raunveru-
legt. ■*
að kakó var mjög mndeildur
. drykkur fyrst eftir að hann tók
að berast til Evrópu. Mark-
greifafrú de Sévigné skrifaði
dóttur sinni bréf 1671 þar sem
hún varar hana við kakói og
segir að „það valdi langvar-
andi sótthita, sem leiði til
dauða," og að vinkona sín,
„sem þótti gott súkkulaði, eign-
aðist dreng sem var svartur
eins og kölski, en sem betur
fer dó hann rétt eftir fæðing-
una.“
Þýðendur þessa heftis eru (auk ritstjórans): Andrés Bjömson (A. B.J
Björn Franzson, Erlingur Halldórsson (E. H.) og Öskar Bergsson
(Ö. B.).
URVAIi — tímarit. — Kemur út 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954.
Afgreiðsla Tjamargötu 4. Áskriftarverð 70 krónur.
tJtgefandi: Steindórsprent h.f.