Úrval - 01.10.1954, Síða 9
ÞINGVEIZLURÆÐA
7
mennina í samfélaginu og sömu-
leiðis fyrir karlmennina að geta
ekki virt konurnar.
1 einni af sögum sínum lýsir
Aldous Huxley ófrjóu og sárs-
aukablöndnu sambandi með orð-
unum: „The love of the paral-
lels“, — hin vonlausa ást með
tveimur beinum línum, sem
fylgjast að, en skerast hvergi.
Víxláhrif og innblástur, —
látum það vera svo. En hvar
liggja dýpst rætur þessa eðlis-
munar kynjanna tveggja, sem
mesta þýðingu hafa fyrir sam-
stillingu þeirra og vekja sterk-
astan innblástur?
I tímans rás hefur hvort kyn-
ið um sig dásamað og lofsungið
hitt eða fordæmt það og hamast
gegn því, — og bæði með jafn-
miklurn sannfæringarkrafti og
málsnilld. Konan er göfugri en
karlmaðurinn, verri en karlmað-
urinn. Evald samræmir sjónar-
mið beggja, er hann lýsir því
yfir, að karlmaður geti aldrei
náð jafn hátt né sokkið jafn
djúpt og kona, — hún sé
heimskari en karlmaðurinn, hún
sé slóttugri — eða vitrari — en
hann. Hún er tryggari, svikulli.
I þjóðvísunum er það ýmist
tryggð ungra karla eða kvenna,
sem reynist eins og feyskin brú.
Og Sören Kirkegaard segir, að
það gæti verið nógu skemmti-
legt að láta einhvern bók-
menntasögu klakaklár reikna
út, hvort konur hafi oftar svik-
ið karla eða karlar konur í
skáldskap allra tíma. Konan er
veikari, og hún er sterkari. Hún
stendur hinum miklu öndum
fjær. Hún er nær englinum.
jHver og einn verður enn í dag
að dæma fyrir sjálfan sig. Það
hefur ekki tekizt að komast að
öruggri niðurstöðu. Ef ég á að
skírgreina frá mínu persónu-
lega sjónarmiði þetta djúpa á-
hrifavald, sem er annað hjá
körlum en konum, þá lýsi ég
skoðun minni bezt með þ^aaum
orðum:
„Aðalatriðið fyrir karlmann-
inn, meginkjarni tilveru hans er
bundinn við það, sem hann hef-
ur starfað og komið í fram-
kvæmd um ævina. Fyrir konuna
er aðalatriðið, hvað hún er.“
Ef maður er spurður um for-
eldra hans, segir hann venjulega
frá því, sem faðir hans hefur
afrekað í veröldinni: „Faðir
minn reisti brúna yfir Stóra-
belti, faðir minn skrifaði þessa
eða hina bókina, faðir minn
stofnaði eitt eða annað stórfyr-
irtæki. Ef hann er hinsvegar
spurður um móður sína, svarar
hann: „Mamma var yndisleg".
Og enda þótt við látum þetta
nú fremur gilda um mína eigin
kynslóð en þá yngstu, þá held
ég samt, að sá, sem hefur átt
að móður yfirlækni eða dóms-
málaráðherra, byrji ekki að lýsa
henni í samræmi við þá stað-
reynd, heldur segi okkur, að
móðir hans hafi verið einstök
að gáfum, réttlætistilfinningu,
andrík eða indæl manneskja.
Þetta þýðir þá, að maðurinn