Úrval - 01.10.1954, Side 16

Úrval - 01.10.1954, Side 16
14 ÚRVAL hversu hratt sem farið var. Við höfðum líka verið grasakonur! Grasakonurnar horfðu lengi á hverja manneskju, sem spurði þær ráða, sökktu sér niður í líf og kjör hvers og eins, söfnuðu sér reynslu af öllum sviðum lífsins. Það yrðu að minnsta kosti sumir sjúklingar á sjúkra- húsum vorum glaðir, ef þeir vissu að það væri grasakona, sem kæmi á stofugang í kyrtli yfirlæknis með mætti, dýrð og miklu fylgdarliði. Sjálfsagt verður það lögfræð- in, sem í vitund almennings krefst mestrar breytingar á eðli konunnar, — kannski væri hugsanlegt, að hún óskaði fyrir sitt leyti breytinga á eðli lög- fræðinnar eins og hún hefur verið skilin hingað til. Til skýringar því, sem ég á við, ætla ég að leiða fram per- sónur, ekki úr sögunni, heldur úr heimi skáldskapar og ímynd- unarafls, því að stökk í hugsun krefst í sjálfu sér hugmynda- flugs. — Ég ætla að tala um Portiu í „Kaupmanninum frá Fencyjum". Og ég vil biðja yður afsökunar á því, að ég ræði nokkuð meira um hana, en efni mitt gefur mér rétt til. Eins og þér vitið er erfitt fyrir Shake- speareunnendur að hemja sig, þegar talið berst að honum á annað borð. Á þeim sýningum, sem ég hef séð af „Kaupmanninum frá Feneyjum" hefur Portia verið ranglega túlkuð að minni hyggju. I atriðinu, sem gerist í réttarsalnum, hefur hún verið allt of hátíðleg og bókstafsbund- in, — það er að segja alltof lög- fræðingsleg. I gegnum allan þennan gamanleik ljómar hún ljúf og hláturmild. Þannig hygg ég hún eigi að Ijóma í þröngum, strangkarlmannlegum réttar- salnum. Hún hefur verið kölluð þangað inn til að komast til botns í óskynsamlegu og kreddu- bundnu máli, þar sem lærðir menn hafa lagt árar í bát og gefizt upp. Og töfrar hennar eru linmitt fólgnir í tvíleik henn- ar, hinni djúpu lotningu, sem hún þykist bera fyrir lagabók- stafnum, og undir niðri er rödd hjartans og trúleysi án minnsta ótta. Strax í fyrstu setningunni, sem hún mælir í hlutverki dóm- arans unga, Balthazar’s, sýnir hún hvorttveggja: „Of a strange nature is the suit you follow Yet in such rule, that the Venet- ian law Cannot impugn you as you do proceed.“ (Undarlegt mál hafið þér að flytja, en að formi löglegt. Lög Feneyja geta ekki hindrað að mál yðar gangi fram). Hennar eigin tillaga er, að Gyðingurinn sýni miskunnsemi. Shylock svarar hæðnislega: ,, Hver getur kúgað mig?“ — og menn geta séð fyrir sér, hvernig augu hinna bókstafsvísu manna beinast að andliti hennar: „Nei, hver ætti svo sem að geta kúgað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.