Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 33
GETUR LJÓSMYND VERIÐ LISTAVERK?
31
að afstaða okkar til ljósmynd-
arinnar sé eitt af mikilvægustu
málum samtíðarinnar. 0g það
er furðulegt, að félagsmála- og
uppeldisfræðingar, listfræðingar
og aðrir vísindamenn hér á landi
skuli ekki fyrir löngu hafa tekið
þetta mál til rannsóknar.
En úr því að vísindamenn,
kennarar og yfirvöld láta það
afskiptalaust, verðum við sjálf
að taka það til meðferðar. Sér-
hver maður ætti að gera sér
Ijóst, að hann hefur öðlast mikið
af þekkingu sinni með því að
skoða myndir. Hvað vitum við
um atómsprengjuna ? Jú, við
sjáum fyrir innri sjónum okkar
hvernig hinn feiknlegi ský-
sveppur stígur til himins. Hvað
vitum við um fangabúðirnar?
Við minnumst hinna óhugnan-
legu Ijósmynda frá Belsen —
áður héldu margir að um róg og
illmælgi væri að ræða. Hvað
vitum við um Malénkov eða
Marilyn Monroe? Ekki mikið
umfram það sem ljósmyndirnar
segja okkur, sem er þó kannski
ekki svo lítið þegar öllu er á
botninn hvolft. Hverjir eru þá
helztu eiginleikar ljósmyndar og
hvað getur hún gefið skoðand-
anum?
1. Ljósmynd getur skráð
hvernig ytri staðreynd leit út
á tiltekinni stundu. Hún getur
myndað alla hluti, að stærð
frá milljónasta hluta úr millí-
metra til stjarnfræðilegra fyrir-
brigða milljónir milljóna mílna
úti í heimingeimnum. Hún getur
,,fryst“ sprengingu eða fangað
byssukúlu á flugi á milljónasta
hluta úr sekúndu. Ljósmynda-
vélin getur séð gegnum fasta
hluti og í myrkri. Myndir af
þessu tagi teljast til vísinda-
legra heimilda.
2. Ljósmynd getur miðlað
þekkingu og verið samgöngu-
tæki. Ef mikilvægur atburður á
sér stað t. d. í London, er eftir
nokkrar mínútur hægt að
„framkalla“ hann allstaðar í
heiminum þar sem eru tæki til
viðtöku firðmynda. Ljósmynd-
in er hið eina ,,alþjóðamál“ okk-
ar. Og eins og önnur mál er
hægt að nota það með hömlu-
lausu frjálsræði jafnt í þjónustu
uppbyggingar sem niðurrifs.
Ljósmynd getur verið öflugt
sprengiefni!
3. Ljósmynd getur verið tján-
ing í mynd á sköpunarkrafti
manns sem gæddur er næmri
sjón, og er þá listaverk sem
slík. Þegar hinn heimskunni,
franski ljósmyndari Brassai
kom fyrir skömmu í heimsókn
til Stokkhólms, sagði hann m.
a.:
„Allir listamenn, sem vinna
útfrá hinum ytri veruleika, vilja
innst inni hið sama: að tjá það
sem þeir sjá í hlutunum. Eg
nota ljósmyndavélina af því að
hún er það tæki, sem hentar mér
bezt til að ná tilgangi mínum.
Lengi vel hafði ég andúð á ljós-