Úrval - 01.10.1954, Page 35
GETUR LJÓSMYND VERIÐ LISTAVERK?
33
Ljósmynd C. G. Rosenbergs af
Riddarahólmanum, tekin úr Ráðhús-
turni Stokkhólms. Til hægri er teikning Haralds Sallberg af sama mótífi.
nú aftur fá beinu hlutverki að
gegna í samfélaginu. Hið frjálsa
listaverk, án tengsla við um-
heiminn, í formi innrammaðs
málverks, sem hangir á vegg í
listasafni, er að missa aðdrátt-
arafl sitt. Listaverkið er að
ganga í þjónustu nytseminnar
að nýju. En það er strangt tek-
ið önnur, og raunar miklu
merkilegri, saga.
Þegar ég fyrir tíu árum byrj-
aði að skrifa um ljósmyndina
sem list var það nýjung, en síð-
an hafa æ fleiri blöð fengið
menn til að skrifa um ljósmynd-
ir, svo að ekki er neinn vafi á
því hvert þróunin stefnir. Það er
vissulega ósanngjarnt að vekja
ekki athygli á útbreiddasta og
áhrifamesta myndformi nútím-
ans. En það má auðvitað ekki
ske á kostnað annarra fagurra
lista. Sérhver listgrein hefur sín
sérstök kennimerki. Það er ótví-
ræð skylda lisfgagnrýninnar að
færa út verksvið sitt þannig að
hún nái til allra forma listrænn-
ar sköpunar, allt frá olíumál-
verkinu til leikfangsins. Henni
ber að styðja sérhverja listræna
viðleitni, sem af einlægni leitast
við að gefa umhverfi mannsins
form.
5