Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 42
40
ÚRVAL
Það er blátt áfram óhugnan-
legt að vera viðstaddur Kinsey-
viðtal. Mér hefur hlotnast það
einu sinni, þegar ég dvaldi við
nám í Bandaríkjunum. Kinsey
leggur sjálfur áherzlu á, að vin-
samlegt samband komist á milli
spyrjanda og þess sem spurður
er. Vegna takmarkaðs tíma get-
ur það reynzt örðugt í fram-
kvæmd. I það skipti sem ég var
viðstödd varð hinn hefðbundni
kunningjasiður að bjóða síga-
rettu að nægja til að koma á
vingjarnlegu sambandi. Spyrj-
andi var ungur háskólapiltur,
öruggur í fasi, aðspurð var
ung, velgreind negrastúlka. Við-
talið átti sér stað í Suðurríkjun-
um, og er með því allmikið sagt
um andrúmsloftið.
Kinsey hefur látið svo um-
mælt, að ein orsökin til þess að
hann hóf þessar rannsóknir hafi
verið sú, að þegar hann var há-
skólakennari í dýrafræði hafi
nemendurnir oft komið með
spurningar varðandi „dýra-
fræði“ sjálfs sín, sem hann gat
ekki svarað. Nú er það ekki óal-
gengt að prófessorar skipti um
fag eða komi á fót nýjum stofn-
unum til þess að fá svör við
spurningum, sem stúdentarnir
finna upp á að koma með utan
við námsefnið. En við rannsókn-
ina kom nýtt atriði til sögunnar,
sem Kinsey lætur ganga eins og
rauðan þráð gegnum bókina um
kynhegðun konunnar, og sem
gerir hana félagslega mjög mik-
ilvægt verk um hegðun karl-
mannsins.
Þetta atriði eru hegningará-
kvæðin í amerískum lögum
varðandi kynhqgðun. Þau eru
samin af hræsnisfullum hrein-
trúarstefnumönnum — ákvæði,
sem ekki eiga sér hliðstæðu í
nokkru nútíma menningarþjóð-
félagi, og raunar tæplega í
nokkurri evrópskri löggjöf frá
fyrri tímum. Með því að menn-
ingartengsl milli Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópu eru stöð
ugt að aukast, tel ég fulla á-
stæðu til að ræða þetta atriði,
þar sem þessi menningarsam-
félög greinir svo mjög á um
hvað sé rétt og eðlilegt að blanda
sér í þegar um er að ræða einka-
líf borgaranna.
Þesskonar lög í Bandaríkjun-
um eru mjög ítarleg um það
hvað sé refsivert. Ekkert kem-
ur oss Evrópumönnum eins á
óvart í skýrslu Kinseys og þær
upplýsingar, að slík lög séu til,
og þó má ætla, að birting þessara
laga hafi haft enn meiri áhrif
vestanhafs. Ég efa sem sé mjög,
að almennir borgarar í Ameríku
hafi gert sér ljóst hvílíkur refsi-
vöndur vofir yfir þeim fyrir al-
gengustu kynathafnir. Ég skal
með nokkrum dæmum sýna, hve
þröngsýn og utangátta amerísk
löggjöf um kynferðismál er, að-
eins til að sýna andstæðuna við
samskonar löggjöf hjá oss. I
35 fylkjum eru lög sem banna
samfarir fullorðinna fyrir hjóna-
band, og í enn fleiri fylkjum er