Úrval - 01.10.1954, Side 44
42
ÚRVAL
hljóðalaust á markaðinn. Heim-
urinn var bókstaflega að springa
af eftirvæntingu, eftir blöðunum
að dæma. Verkið var líka heil-
steyptara en hið fyrra, svo að
það þoldi vel auglýsingaáróð-
urinn. En hvað skeði? Mánuði
eftir að bókin kom út var orðið
algerlega hljótt um hana. Ekki
heyrðust nein fagleg ummæli,
svo virtist sem allt málið hefði
verið lagt á ís.
Þessar ólíku móttökur sem
bækurnar fengu eru vissulega
íhugunarefni. Kinsey tók fyrst
fyrir karlmanninn, sem jafnvel
aldamótasiðgæðið leit á sem
ribbalda á sviði ástalífsins. Það
getur því verið fróðlegt og fé-
lagslega mikilvægt að fá þetta
vísindalega staðfest, en það kem-
ur mönnum ekki meira í uppnám
en þjóðfræðilegar rannsóknir á
kynferðissiðgæði frumstæðra
þjóða.
En svo varð Kinsey á sú skissa
að taka konuna til bæna, og sást
jafnframt yfir, að konan er
tvennt. Hún er hugtak og sem
slík er hún kynlaus, ímynd
hreinleika, hin flekklausa móðir,
í stuttu máli: sunnudagsvera.
Hver einstakur karlmaður vænt-
ir þess hinsvegar, að konan hans
sé heit og ótvíræð kynvera. Nú
staðfesti Kinsey með rannsókn-
um sínum, að hún er einmitt
það í raun og veru. „Hugtahi'ð“
kona varð þá í vísindalegum
skilningi hugarfóstur. Þetta
kann að vera skýringin á þeirri
þögn, sem varð um bókina eftir
að hún kom út. Ef þetta er hin
raunverulega ástæða, þá mun
það ekki kasta rýrð á verk
Kinseys. Þvert á móti.
I einhverjum allra smáborg-
aralegustu héruðum heimsins,
þar sem andstæðurnar milli
hinnar ytri siðmenningar og
hinnar leyndu, var eins mikil og
hugsast gat, tókst hann á hend-
ur það hlutverk að draga hina
leyndu siðmenningu fram í
dagsljósið og fá þjóðfélagið til
að viðurkenna hana. Til þess
að forðast klámstimpil varð
hann að íklæða verk sitt hjúpi
vísindanna. Með því hefur Kins-
ey ef til vill reynt um of á þan-
þol ,,vísindanna“, en þess er að
vænta, að hann hafi af ásettu
ráði sett fram jafnaðdráttar-
lausar tölur án tillits til þess
hve nákvæmlega hann telur sig
geta sett fram niðurstöður sín-
ar. Það er líklega gert af því
að engin rök í deilum eru eins
sterk og ótvíræðar tölur.
Væntanlega gerir hann sér
þetta Ijóst, þó að það komi
hvergi fram í skýrslunni, af því
að hann hefur af jafnhagnýtri
skynsemi og raun ber vitni tekið
til meðferðar félagslegt vanda-
mál, sem miklu máli skiptir í
vestrænni menningu.