Úrval - 01.10.1954, Síða 44

Úrval - 01.10.1954, Síða 44
42 ÚRVAL hljóðalaust á markaðinn. Heim- urinn var bókstaflega að springa af eftirvæntingu, eftir blöðunum að dæma. Verkið var líka heil- steyptara en hið fyrra, svo að það þoldi vel auglýsingaáróð- urinn. En hvað skeði? Mánuði eftir að bókin kom út var orðið algerlega hljótt um hana. Ekki heyrðust nein fagleg ummæli, svo virtist sem allt málið hefði verið lagt á ís. Þessar ólíku móttökur sem bækurnar fengu eru vissulega íhugunarefni. Kinsey tók fyrst fyrir karlmanninn, sem jafnvel aldamótasiðgæðið leit á sem ribbalda á sviði ástalífsins. Það getur því verið fróðlegt og fé- lagslega mikilvægt að fá þetta vísindalega staðfest, en það kem- ur mönnum ekki meira í uppnám en þjóðfræðilegar rannsóknir á kynferðissiðgæði frumstæðra þjóða. En svo varð Kinsey á sú skissa að taka konuna til bæna, og sást jafnframt yfir, að konan er tvennt. Hún er hugtak og sem slík er hún kynlaus, ímynd hreinleika, hin flekklausa móðir, í stuttu máli: sunnudagsvera. Hver einstakur karlmaður vænt- ir þess hinsvegar, að konan hans sé heit og ótvíræð kynvera. Nú staðfesti Kinsey með rannsókn- um sínum, að hún er einmitt það í raun og veru. „Hugtahi'ð“ kona varð þá í vísindalegum skilningi hugarfóstur. Þetta kann að vera skýringin á þeirri þögn, sem varð um bókina eftir að hún kom út. Ef þetta er hin raunverulega ástæða, þá mun það ekki kasta rýrð á verk Kinseys. Þvert á móti. I einhverjum allra smáborg- aralegustu héruðum heimsins, þar sem andstæðurnar milli hinnar ytri siðmenningar og hinnar leyndu, var eins mikil og hugsast gat, tókst hann á hend- ur það hlutverk að draga hina leyndu siðmenningu fram í dagsljósið og fá þjóðfélagið til að viðurkenna hana. Til þess að forðast klámstimpil varð hann að íklæða verk sitt hjúpi vísindanna. Með því hefur Kins- ey ef til vill reynt um of á þan- þol ,,vísindanna“, en þess er að vænta, að hann hafi af ásettu ráði sett fram jafnaðdráttar- lausar tölur án tillits til þess hve nákvæmlega hann telur sig geta sett fram niðurstöður sín- ar. Það er líklega gert af því að engin rök í deilum eru eins sterk og ótvíræðar tölur. Væntanlega gerir hann sér þetta Ijóst, þó að það komi hvergi fram í skýrslunni, af því að hann hefur af jafnhagnýtri skynsemi og raun ber vitni tekið til meðferðar félagslegt vanda- mál, sem miklu máli skiptir í vestrænni menningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.