Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 45
I ALHEIMINUM.
Staða Lífsins
Grein úr „Orion“, Muman, 1.—2. hefti 1953.
ef'tir dr. I’ascnal Jordan,
HÖFUNDUR þessarar greinar er prófessor við luiskolann í
Hamborg, kunnur rannsóknarmaður á sviði fræðilegra eðlis-
vísinda (teoretisk fysik) og eðlisfrœði lífsins (biofysik). Hann
hefur m. a. ritað bœkurnar „Die Physik und das Geheimnis des
orgoMischen Lebens“ og „Physik im Vordringen“. — Um svipað
efni og hér er fjallað hefur áður birzt grein i Úrvali. Heitir
hiln „Um uppruna lífsins“ og er eftir sœnskan vísindamann,
Gösta Ehrensvárd. Xjrvál vill benda þeim, sem áhuga liafa á
þessu viðfangsefni, að lesa einnig þá grein. Hún birtist %
1. hefti 11. árgangs.
ILVÐLI sínu samkvæmt, hljóta
J niðurstöður raunvísindanna
að vera mjög í brotum. Vér
komumst aldrei nema skref
fyrir skref út fyrir landamerki
þess, sem þegar er kannað, og
getum aðeins numið lítinn skika
hér og þar hverju sinni af ómæli-
flæmum hins ókunna og órann-
sakaða. Ávallt hlýtur þekkingu
vorri að verða þröngur stakkur
skorinn að miða við allt það,
sem óþekkt er. Newton sagði
eitt sinn á síðustu dögum ævi
sinnar, sem hafði þó fært hon-
um svo frábæran árangur vís-
indalegra uppgötvana, að sér
fyndist hann líkur smásveini,
sem léki sér á sjávarströnd og
var svo heppinn að finna nokkr-
ar óvenjufallegar skeljar, þar
sem úthaf sannleikans lá ókann-
a-ð fyrir augum hans.
En mannleg hugsun hefur rót-
gróna hneigð til að vilja raða
þessum þekkingarbrotum í heild
og grípur þá stundum, til þess
að geta komið öllu heim og sam-
an, til býsna djarflegra ágizk-
ana, sem eiga sér enga raun-
verulega stoð í því, sem enn er
vitað. Með þessum hætti fór
Giordanó Brúnó út fyrir svið
þess, sem vitanlegt var eða sann-
anlegt á hans dögum, er hann
setti fram þá kenningu (reista
4 hirmi rniklu uppgötvun Kóper-
nikusar), að himingeimurinn
væri óendanlegur, alheimurinn
eilífur og lífið fyrirbæri, sem ætti
sér stað hvarvetna í alheimin-
um.
Þessar hugmyndir hafa rnótað
heimsskoðun vora allt fram 4
þessa öld, og sérstaklega hefur
það verið vi-nsæl skoðun, að líf
6*