Úrval - 01.10.1954, Side 50

Úrval - 01.10.1954, Side 50
48 tjRVAL vægasta atriði, hverjar hug- myndir vér gerum oss um skil- yrði þessarar frumkviknunar. Á vorum dögum hefur, eins og kunnugt er, tvennt orðið til að hagga heimsmynd Giordanó Brúnó, — annars vegar sú nið- urstaða vísindanna, að aldur heimsins hljóti að vera endan- leg tímalengd, hér um bil 4 mill- jarðar (4.000.000.000) ára, og hinsvegar það, að veigamikil rök hníga nú að því, að heimurinn sé engan veginn óendanlegur að stærð. Tala sólstjarna í alheim- inum er að líkindum ekki öllu meiri en 100 trilljónir (100.000.- 000.000.000.000.000). Það er að vísu mjög há tala. Hinsvegar getum vér að svo stöddu enga hugmynd gert oss um það, hve mörg plánetukerfi munu vera í geimnum. Ef til vill eru þau miklu sjaldgæfari en sólstjörnurnar. Ennþá minna vitum vér um líkindi þess, að í plánetukerfum þeim, sem til kunna að vera, muni koma fyrir plánetur, sem geti, fyrir furðulega samkvæmd ákjósan- legra skilyrða, orðið jafntilval- inn dvalarstaður lífs og heima- hnöttur vor í tvo eða þrjá mill- jarða ára. Og svo er að lokum spurning- in, hver líkindi séu til þess, að á byggilegri plánetu komi fyrir sú ,,frumkviknun“ lífsins, er geri hana að byggðum hnetti í raun og veru. Áð minni hyggju hníga sterk rök að því, að þessi frumkviknun lífs á vorri jörð hafi verið undantekning mjög sjaldgæfrar tegundar, þannig að fyrst hafi einungis ein sameind tímgunarhæfrar eggjahvítu myndazt sjálfkrafa, en hún síð- an orðið upphaf hraðvaxandi f jölgunar. Deilakenningin (kvan- teteori) gerir eins og kunnugt er ráð fyrir sérstökum efna- verkunum sameinda, sem eiga að geta komið fyrir, enda þótt líkindi þess séu ákaflega lítil. Frá eðlisfræðilegu sjónarmiði er því vel hugsanlegt, að ein- hver slík sérstök efnaverkan hafi getað átt sér stað aðeins einu sinni í allri sögu jarðar- innar, aðeins á einni einustu sameind. Áðurnefnd setning myndi þá merkja það, að „frurn- kviknun" lífsins (í fyrrgreindum skilningi) hefði einmitt verið slík efnaverkun, sem komið hefði fyrir aðeins í eitt skipti. Tvær mikilsverðar niðurstöð- ur lífefnafræðinnar styðja þessa tilgátu um „frumkviknun einnar sameindar“. Fyrst er sú stað- reynd, að vér þekkjum ekki lík- amslíf nema í eggjahvítugervi. Þetta er nú býsna undarleg stað- reynd, því að frá sjónarmiði efnafræðinnar virðist ekkert því til fyrirstöðu, að hæfileiki til sjálfshvötunar geti einnig leynzt með öðrum sameindurn, sem kynnu að vísu að vera eggja- hvítusameindunum náskyldar, en þó frábrugðnar að gerð. Væri það ekki ákaflega óvenjulegt, að til gætu orðið sameindnir með hæfileika til að auka kyn sitt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.