Úrval - 01.10.1954, Page 50
48
tjRVAL
vægasta atriði, hverjar hug-
myndir vér gerum oss um skil-
yrði þessarar frumkviknunar. Á
vorum dögum hefur, eins og
kunnugt er, tvennt orðið til að
hagga heimsmynd Giordanó
Brúnó, — annars vegar sú nið-
urstaða vísindanna, að aldur
heimsins hljóti að vera endan-
leg tímalengd, hér um bil 4 mill-
jarðar (4.000.000.000) ára, og
hinsvegar það, að veigamikil rök
hníga nú að því, að heimurinn
sé engan veginn óendanlegur að
stærð. Tala sólstjarna í alheim-
inum er að líkindum ekki öllu
meiri en 100 trilljónir (100.000.-
000.000.000.000.000). Það er að
vísu mjög há tala. Hinsvegar
getum vér að svo stöddu enga
hugmynd gert oss um það,
hve mörg plánetukerfi munu
vera í geimnum. Ef til vill
eru þau miklu sjaldgæfari
en sólstjörnurnar. Ennþá
minna vitum vér um líkindi þess,
að í plánetukerfum þeim, sem
til kunna að vera, muni koma
fyrir plánetur, sem geti, fyrir
furðulega samkvæmd ákjósan-
legra skilyrða, orðið jafntilval-
inn dvalarstaður lífs og heima-
hnöttur vor í tvo eða þrjá mill-
jarða ára.
Og svo er að lokum spurning-
in, hver líkindi séu til þess, að
á byggilegri plánetu komi fyrir
sú ,,frumkviknun“ lífsins, er
geri hana að byggðum hnetti í
raun og veru. Áð minni hyggju
hníga sterk rök að því, að þessi
frumkviknun lífs á vorri jörð
hafi verið undantekning mjög
sjaldgæfrar tegundar, þannig að
fyrst hafi einungis ein sameind
tímgunarhæfrar eggjahvítu
myndazt sjálfkrafa, en hún síð-
an orðið upphaf hraðvaxandi
f jölgunar. Deilakenningin (kvan-
teteori) gerir eins og kunnugt
er ráð fyrir sérstökum efna-
verkunum sameinda, sem eiga
að geta komið fyrir, enda þótt
líkindi þess séu ákaflega lítil.
Frá eðlisfræðilegu sjónarmiði
er því vel hugsanlegt, að ein-
hver slík sérstök efnaverkan
hafi getað átt sér stað aðeins
einu sinni í allri sögu jarðar-
innar, aðeins á einni einustu
sameind. Áðurnefnd setning
myndi þá merkja það, að „frurn-
kviknun" lífsins (í fyrrgreindum
skilningi) hefði einmitt verið
slík efnaverkun, sem komið hefði
fyrir aðeins í eitt skipti.
Tvær mikilsverðar niðurstöð-
ur lífefnafræðinnar styðja þessa
tilgátu um „frumkviknun einnar
sameindar“. Fyrst er sú stað-
reynd, að vér þekkjum ekki lík-
amslíf nema í eggjahvítugervi.
Þetta er nú býsna undarleg stað-
reynd, því að frá sjónarmiði
efnafræðinnar virðist ekkert því
til fyrirstöðu, að hæfileiki til
sjálfshvötunar geti einnig leynzt
með öðrum sameindurn, sem
kynnu að vísu að vera eggja-
hvítusameindunum náskyldar,
en þó frábrugðnar að gerð. Væri
það ekki ákaflega óvenjulegt, að
til gætu orðið sameindnir með
hæfileika til að auka kyn sitt