Úrval - 01.10.1954, Page 55

Úrval - 01.10.1954, Page 55
HÖRMUNGARSAGA HAITI 53 ar til Englendinga um hjálp. Á hinn bóginn létu Spánverjar uppreisnarmönnum í té vopn. Franska ríkisstjórnin, sem ótt- aðist að öll nýlendan gengi sér úr greipum, sendi erindreka til Haiti, sem boðuðu afnám þræla- halds árið 1793, til þess að friða uppreisnarmenn. Aðalfor- ingi negranna, Toussaint L’Ouv- erture, gekk með her sinn í lið með Frökkum og hrakti óvina- herina úr landi. Toussaint hafði verið þræll í nærri fjörutíu ár og lifði aðeins ellefu ár eftir að hann hlaut frelsi, en á þeim stutta tíma varð hann einn af mikilsvirtustu mönnum síns tíma og kunnasti stjórnmála- maður Haiti. Árið 1797 hafði Toussaint ekki aðeins komið á friði og reglu á Haiti heldur einnig afl- að henni nærri fulls sjálfstæðis. Þá sendi Napoleon, æfur út af dirfsku þessa „gyllta Afríkana" eins og hann kallaði hann, mik- inn flota, þann stærsta sem far- ið hafði yfir Atlantshafið, til Haiti. Stríðið, sem nú hófst að nýju, dróst á langinn án úrslita. Þegar þrír mánuðir voru liðnir buðu Frakkar Toussaint til samninga, báru hann ofurliði, bundu hann og sendu hann í hlekkjum til Frakklands þar sern hann dó eftir skamma hríð. Bardagar blossuðu upp að nýju. Undir forustu negranna Dessalines og Henri Christophe háðu uppreisnarmenn örvænt- ingarfulla baráttu með sigðir, heykvíslar og byssur að vopni. Gulusótt herjaði í liði Frakka og lamaði baráttuþrek þess og að lokum urðu þeir að hætta bardögum. Hinn 1. janúar 1804 lýsti Dessalines hátíðlega yfir sjálfstæði nýlendunnar, sem hann gaf hið forna indíánska nafn Haiti. Af nærri 45.000 íbúum nýlend- unnar voru nú aðeins 350.000 á lífi, borgir og plantekrur voru í rústum og næstu áratugi lifði þjóðin í sífelldum ótta við að Frakkar kæmu aftur, í algerri einangrun og stöðugt undir vopnum. Negrarnir, sem ekkert höfðu lært og farið hafði verið með eins og vinnudýr, voru auk þess lítt til þess fallnir að mynda einhuga þjóð — þeir höfðu verið teknir úr hundruð- um mismunandi ættflokka í Afríku, sem töluðu jafnmargar mállýzkur. Hið sameiginlega mál íbúanna, sem nú var tekið upp í hinu nýja ríki, kreóliskan, var afbökun á frönsku, blönduð orðum úr afríkumáli negranna. Brátt fór þó svo að hið nýja ríki skiptist í tvo hluta. 1 norð- ur hlutanum lét Henri Christ- ophe krýna sig til keisara, kom á fót nýrri aðalsstétt og reisti voldugt virki á f jallstindi, mesta byggingarmannvirki sem negr- ar höfðu fram að þeim tíma lát- ið gera. Christophe lét hina svörtu bræður sína þræla myrkranna á milli til að fylla fjárhirzlur sínar. Að lokum gerðu þeir uppreisn árið 1820,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.