Úrval - 01.10.1954, Side 56

Úrval - 01.10.1954, Side 56
54 1ÍRVAL undir forustu negrahertogans von Marmelade. Christophe sá sitt óvænna og skaut sig með silfurkúlu. í suðurhluta landsins ríkti um þessar mundir múlattahershöfð- inginn Alexandre Pétion. Iiann var forseti ríkisstjórnar, sem skipuð var úrvalsmönnum úr hópi þeirra múlatta, sem Prakk- ar höfðu gefið frelsi. Hann út- hlutaði fyrrverandi hermönnum jarðnæði og var mildur stjórn- andi. Þegar Christophe féll, gengu Norðlendingar forsetan- um á hönd. En kæruleysið í efnahagsrnálum, sem ríkti á dögum Pétions bar slæman á- vöxt. Sykurframleiðslan, sem árið 1791 hafði numið 67000 lestum, var komið niður í 15 lestir árið 1826. Hinn strjálbýlli austurhluti eyjarinnar, þar sem spænska var aðalmálið, varð að sjálf- stæðu ríki, Dominika lýðveldinu. Umheimurinn gleymdi hinni svefnhöfgu, litlu eyju, og sjálf virtist Haiti sofa Þyrnirósu- svefni næstu hundrað árin, með- an fljót hennar þurru, moldin missti frjómagn sitt, fólkið sljóvgaðist og stjórnarfarinu hrakaði með hverri nýrri bylt- ingu. Fram til ársins 1912 voru ellefu af átján forsetum Haiti hraktir í útlegð. Á f jórum árum var einn forseti sprengdur í loft upp í höll sinni, annar drepinn á eitri, og þrír myrtir á annan hátt. Enn ein bylting brauzt út und- ir forustu metorðagjarns stjórn- málamanns, Guillaume Sam að nafni. Bandaríkin, sem óttuðust ný afskipti evrópskra þjóða af málum Haiti, sendu orustuskipið ,,Washington“ með Caperton flotaforingja sem fulltrúa sinn til samninga við Haiti. Flotafor- inginn tók upp samninga við Sam, bauð honum hernaðarað- stoð, en varaði hann við að ræna og brenna borgir og býli. Sam hafnaði boðinu, lét taka 167 pólitíska andstæðinga sína af lífi, en flýði seinna á náðir franska sendiráðsins og baðst hælis. Óður múgurinn brauzt inn í sendiráðið; Sam fannst þar undir rúmi, var dreginn út á götu og bókstaflega rifinn í tætlur. Höfuð hans var borið á stöng í sigurgöngu um götur Port-au-Prince. Caperton flotaforingi setti á land fimm deildir sjóliða, sem afvopnuðu uppreisnarmenn og bófa, sem höfðust við í fjöllun- um, fékk bændunum jarðir sín- ar aftur og losaði þjóðina við hinn sífellda ótta við uppreisn- ir og byltingar. Hin ameríska hernaðarstjórn kom á innlendu, vopnuðu lögregluliði og létti þannig af íbúum Haiti hinum óbærilega kostnaði af því að halda uppi stórum her, sem stjórnað var af hvorki meira né minna en 6500 hershöfðingjum og herráðsforingjum. Árið 1916 gerði Haiti samn- ing við Bandaríkin þar sem seg- ir m. a: „Stjórn Bandaríkjanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.