Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 57
HÖRMUNGARSAGA HAITI
55
mun fyrir sitt leyti aðstoða
Haiti við að efla landbúnað sinn,
námarekstur, verzlun og koma
efnahag landsins á fastan
grundvöll.“
Frá 1916 til 1934 var náið
samstarf milli þessara ríkja.
Bandarískir verkfræðingar, em-
bættismenn, læknar og liðsfor-
ingjar komu til Haiti, sem svo
lengi hafði verið án sambands
við umheiminn, hjálpuðu þjóð-
inni til að koma á traustri
stjórn, byggja vegi, hafnir, brýr,
vita og áveitur. Þeir komu á
fót stétt innlendra embættis-
manna, sem gátu tekið að sér
stjórn landsins.
Árið 1934 kom Franklin D.
Roosevelt forseti í heimsókn til
Port-au-Prince. Ákvað hann þá
að hernaðarstjórn landsins
skyldi lokið og skipaði svo fyrir
að bandaríska sjóliðið skyldi
kallað heim.
Haiti er þó enn sárfátækt
land. Á 29000 km2 landssvæði,
sem að miklu leyti er f jöll og ó-
frjótt land, búa nú 3,5 milljónir
manna. Þjóðin er stolt af því að
hún skuli vera sjálfstætt negra-
ríki, „svart lýðveldi" — en ekki
er þjóðfélagið samt stéttlaust.
Yfirstéttin er öll múlattar, sem
eru afkomendur ,,fyrstu“ fjöl-
skyldna landsins, og eru þeir um
2% af þjóðinni. Flestir þeirra
eru efnaðir lögfræðingar, lækn-
ar, rithöfundar eða embættis-
menn, sem gjarna nefna sig
„þeldökka Frakka“. Næst fyrir
neðan er einskonar millistétt,
sem semur sig að amerískum
siðurn, verzlunarmenn, efnaðir
bændur, iðnaðarmenn og lista-
menn.
En 83 c/o allra landsmanna búa
í hrörlegum kofum með strá-
þaki, einu herbergi og moldar-
gólfi. Á smájörðum sínum rækta
þeir kaffi, sykurreyr, banana og
bómull, og þegar kaffiuppsker-
an, sem er aðalútflutningsvara
landsins, bregzt, ber neyðin að
dyrum.
Önnur ástæðan til fátæktar
fólksins er hið slæma ástand
jarðvegsins. Uppskerurnar eru
tvær á ári og vegna skorts á
áburði hefur frjósemi jarðvegs-
ins stöðugt farið þverrandi. Fá-
tækt fólksins neyðir það til að
taka hvern smáblett til ræktun-
ar og höggva sérhvert tré, en
afleiðingin verður sú, að með
hverri regnskúr berast hundruð
lesta af akurmold, sem ekki
hefur lengur neina festu, út í
árnar og þaðan til sjávar. í
Marbiadal, þar sem svörfunin er
mest, hóf UNESCO (Menning-
ar- og vísindastofnun Samein-
uðu þjóðanna) hjálparstarfsemi
til viðreisnar landbimaðinum.
Sérfræðingar frá stofnuninni
kenndu bændunum, að þeir yrðu
að gera akra sína í stöllum og
plægja þvert á brattann, planta
trjám og sá grasi í ræmur á
milli þeirra. Gerðar voru stíflur
í stærsta fljót á Haiti og njóta
200.000 bændur góðs af áveitu-
vatni úr uppistöðum þeirra.
Enn er þó á Haiti — eins og