Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
víða í Suður-Ameríku — 80—
90% af þjóðinni ólæs og óskrif-
andi, flest af því í sveitum
landsins. Því að lífið í borgum
og sveitum Haiti er gjörólíkt.
f Port-au-Prince, höfuðborg-
inni sem telur 125000 íbúa,
og sex minni borgum með yfir
10.000 íbúa hver, eru malbikað-
ar götur, mergð bíla, nýtízku
byggingar og glæsileg hótel, en
þjóðvegir landsins eru lítt færir
bílum og skólarnir í sveitunum
eru oft aðeins f jórir staurar með
þaki yfir og nokkrum saman-
reknum trébekkjum. Og jafnvel
slíkir skólar eru of fáir. Sam-
kvæmt fimm ára áætlun verða
með aðstoð UNESCO byggðir
327 nýir barnaskólar, 12
menntaskólar og 15 iðnskólar. Á
kvöldin flykkist fullorðið fólk í
skólana til að læra að lesa
skrifa og reikna.
Núverandi íbúar Haiti — sem
langflestir eru negrar — hafa
að mestu leyti tileinkað sér
franska menningu. Franska er
hið opinbera mál (kreóliska
daglegt mál fólksins). Enn gæt-
ir þó mjög leifa af siðum og
venjum frá Afríku. Það má
merkja af hinni sérkennilegu
hrynjandi í tónlist Haitibúa, á
dansgleði bændafólksins og
myndmótun og málaralist þjóð-
arinnar. Þó að kaþólskan sé hin
opinberu trúarbrögð landsins,
iðka bændur landsins enn hina
ævafornu Voodoo trúardansa
sína.
Að öðru leyti eru bændurnir
frómir kaþólikkar, sem koma til
messu á hverjum sunnudags-
morgni — gjarnan eftir að hafa
iðkað Voodoodans um nóttina.
Haitibúar eiga allmerkar bók-
menntir. Merkasti rithöfundur
þeirra er Jaques Roumain, sem
lézt 1943. Helzta skáldverk
hans, sem á þýzku heitir „Herr
úber den Tau“, er kunn víða um
heim.
o-o-o
I COCKTAILBOÐI.
Kona, sem var gestur í cocktailboði, sneri sér að húsmóður-
inni og spurði: „Hvar er laglega stúlkan, sem var að bera gest-
unum vínglösin rétt áðan?“
„Vantar yður í glasið?“ spurði húsmóðurin. ,,Ég skal ná í
handa yður.“
Nei, þakka yður fyrir. Mig vantar ekki vín. Ég var bara að
svipast um eftir manninum mínum.“
English Digest.